Fleiri fréttir

Flugmaður dæmdur fyrir ölvun

Áhöfn Air Baltic mætti öll ölvuð til vinnu í Osló. Aðstoðarflugmaðurinn með sjö sinnum meira magn áfengis í blóðinu en heimilt er.

Mengun breytt í fallega steina

Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára

Stefna að aukinni notkun dróna

Ástæður þessa eru sagðar vera aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa.

Árásin sú versta í sögunni

Forsætisráðherra Taílands segir sprengjuárásina í höfuðborginni í gær þá verstu í sögu landsins.

Enginn lifði flugslysið af

Björgunarmenn komust í nótt að flaki vélarinnar sem fórst í Papúa-héraði í Indónesíu á sunnudag.

Forsetinn fyrrverandi beið lægri hlut

Líklegt þykir að fyrrverandi forseti Sri Lanka, Mahinda Rajapaksa, og flokkur hans, þurfi að viðurkenna ósigur sinn í þingkosningunum sem nú fara fram í landinu.

Þúsundir íbúa hafa misst heimili sín

Eldar loga enn á hafnarsvæðinu í Tianjin, þar sem gríðarlegar sprengingar urðu meira en 100 manns að bana í síðustu viku. Íbúar efndu til mótmæla og krefjast skaðabóta. Natríumblásýrusalt hefur fundist í afrennslisvatni í borginni.

Segir að ríkið virði ekki samkomulag

Tónlistarskólar í Reykjavík eru mjög illa staddir fjárhagslega og óljóst hvort þeir geta haldið áfram starfsemi. Björn Blöndal segir vandann á ábyrgð ríkisins og vísar í samkomulag frá árinu 2011.

Skoða nú áhrif á rauðu strikin

Gerðardómur færði hjúkrunarfræðingum 25 prósenta launahækkun á fjórum árum á meðan ríkið bauð 19 prósent. Landspítalinn er að greina áhrif ákvörðunarinnar.

Vont veður skemmdi fyrir hvalatalningu

Þegar liggur fyrir að raunhæft mat á hrefnustofninum á landgrunni Íslands náðist ekki í víðtækri hvalatalningu sem nýlega lauk. Veður var mjög óhagstætt og talning fórst því fyrir á stórum svæðum. Úrvinnsla gagna er að hefjast.

Fengu veggjalús í sumarbústað Kennarasambandsins

Síðustu páska leigði Erla Stefanía Magnúsdóttir sumarbústað á Blönduósi ásamt dóttur sinni og tengdasyni, sem fóru norður sólarhring á undan henni. Þau urðu skjótt vör við að í húsinu var allt morandi í skordýrum sem reyndust vera veggjalýs.

Hafa ekki óskað eftir formlegu liðsinni forsetans

Ríkisstjórnin hefur ekki óskað eftir aðstoð forseta Íslands vegna viðskiptabanns Rússa. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að það yrði litið alvarlegum augum af samstarfsaðilum Íslands í Atlantshafsbandalaginu ef Íslendingar myndu semja einhliða við Rússa.

Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu.

Sjá næstu 50 fréttir