Innlent

Bilun á ljósleiðarahring Mílu á Suðvesturlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Viðgerð hefst um leið og bilun hefur verið staðsett.
Viðgerð hefst um leið og bilun hefur verið staðsett. Vísir/Getty
Bilun hefur komið upp á ljósleiðarahring Mílu á Suðvesturlandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé enn vitað nákvæmlega hvar bilunin sé að finna. Bilanagreining stendur nú yfir.

„Viðgerð hefst um leið og bilun hefur verið staðsett,“ segir í tilkynningunni. 

Uppfært 21:00:

Í tilkynnningu frá Mílu segir að bilunin sé rakin til slits á strengnum milli Akraness og Borgarness. „Viðgerðamenn eru komnir á staðinn og undirbúningur að viðgerð hafinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×