Innlent

Hafnarframkvæmdir í Patreksfjarðarhöfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framkvæmdirnar kosta um 40-50 milljónir
Framkvæmdirnar kosta um 40-50 milljónir Magnús Ólafur Hansson
Talsverðar framkvæmdir standa nú yfir í Patreksfjarðarhöfn þar sem verið er að koma fyrir nýrri flotbryggju. Dýpkunarframkvæmdir standa nú yfir vegna þess að dýpka þarf höfnina svo að koma megi flotbryggjunni fyrir.

Þó nokkur fjöldi strandveiðibáta sækja Patreksfjörð heim á hverju sumri og því getur verið þröngt um bátana við bryggjuna í Patrekshöfn. Áætlað er að nýja flotbryggjan taki 28 báta.

Heildarkostnaður við framkvæmdina er á milli 40-50 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×