Segir að ríkið virði ekki samkomulag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík vísir/anton brink Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira