Innlent

Kveikt í skólastofu við Langholtsskóla

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/anton
Brennuvargar voru á ferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Fyrst var eldur kveiktur í ruslagámi við verslunarmiðstöðina í Austurveri við Háaleitisbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðið slökkti eldinn áður en hann náði að teygja sig í húsið sjálft.

Um það bil sem slökkvistarfi var að ljúka barst útkall frá Langholtsskóla þar sem kveikt hafði verið í lausri kennslustofu á skólalóðinni.

Þar logaði meðal annars gólfdúkurinn þegar liðið kom á vettvang og slökkti eldinn. Reykur og sót höfðu þá borist í tvær aðrar stofur, en stofurnar þrjár eru samtengdar. Brennuvargurinn, eða vargarnir, eru ófundnir í báðum tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×