Innlent

Búast við umferðartöfum vegna vegavinnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Vegagerðin býst við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, vegna vegavinnu á Miklubraut og við Höfða. Þar að auki verður unnið við malbiku á Hringveginum norðan við Akureyri.

Klukkan 7:30 í morgun byrjuðu starfsmenn Vegagerðarinnar að vinna við fræsingu og malbikun á Miklubraut. Nánar tiltekið frá Skeiðarvegi að brúni yfir Reykjanesbraut. Um er að ræða akbrautina til austurs, út úr bænum.

Þar að auki verður unið við malbikun frá Stórhöfða að Bíldshöfða.

Unnið verður fram eftir degi á Miklubrautinni og til 13:00 á Höfða. Búast má við umferðartöfum á meðan vinnunni stendur.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegfarendur séu beðnir velvirðinga á óþægindum sem þetta veldur. Þá eru vegfarendur hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×