Innlent

Mengun breytt í fallega steina

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára. Sigurður Reynir Gíslason jarðvísindamaður hjá Háskóla Íslands kemur að báðum verkefnunum og leiðir annað þeirra, Carbfix.

„Sulffix er verkefni sem að Orkuveita Reykjavíkur hefur leitt í samstarfi við Háskóla Íslands, Landsvirkjun og Hitaveitu Suðurnesja og það snýst um að fanga brennisteinsvetni frá jarðhitaorkuverum og koma því niður í jörðina þar sem það binst í steini þar sem það er stöðugt í milljónir ára.

Á margan hátt er þetta sams konar verkefni og Carbfix verkefnið sem ég hef leitt þar sem að við föngum koltvíoxíð frá iðjuverum og leysum upp í vatni og steinrennum svo koltvíoxinu í berginu þar sem það er stöðugt í milljónir ára.“

Verkefnin hafa vakið athygli á heimsvísu og var fjallað um CarbFix í New York Times í stórri úttekt nýverið. Aðferðir vísindamanna hér á landi þykja einstakar á heimsvísu. Verkefnin hafa verið starfrækt við Hellisheiðarvirkjun í eitt ár með góðum árangri.

„Það má segja að það sem orkuveitan er að gera núna upp á Hellisheiði sé einstakt á heimsvísu. Þar sem bæði koltvíoxíð og brennisteins vetni er að fangað Við eina af rafölum virkjunar, þessar gastegundir eru t eknar þar, leystar upp í vatni og dælt niður í jörðina. Þetta hefur verið gert núna í heilt ár og lítur bara mjög vel út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×