„Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Agnar Már Másson skrifar 19. ágúst 2025 19:42 Brauðbrettið fer í ruslið eftir þetta, að sögn íbúans. Aðsend Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. „Ég fór sjálfur á staðinn í morgun,“ segir Ólafur Ingi Heiðarsson, teymisstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, í samtali við Reykjavík síðdegis spurður um útkall sem hann þurfti að sinna í Laugardalnum þegar par vaknaði við það að stærðarinnar rotta væri komin til þeirra upp í rúm. Rottan hafði komist inn á jarðhæð og stokkið upp í til þeirra. Ólafur segir erfitt að segja til um hvar dýrið mun hafa komist inn, líklega hafi hún laumað sér inn þegar þau hafi verið að lofta út. Hann segir nær útilokað að um gælurottu sé að ræða heldur sé talsvert líklegra að rotta þessi hafi átt sér heimili í lagnakerfi undir Reykjavík. Ekki mannblendnar verur Rottur eru, að sögn Ólafs, ekki sérlega mannblendnar verur og afar óalgengt er að þær hoppi upp í rúm fólks. „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis,“ segir hann. Hann segir að rottur búi flestar í lagnakerfi vestan Elliðaáa en hafi þó færst austur síðustu ár. „Þær búa og lifa og starfa þarna í lagnakerfinu í Vesturbæ, miðbæ, hlíðunum, 104 og 108,“ nefnir hann. Nú þegar vetur nálgast fara mýs og rottur sennilega að leita inn. En spurður hvort íbúar þurfi að gera öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að fá þessa boðflennu inn til sín gerir hann lítið úr þeim áhyggjum: „Það auðvitað skaðar aldrei að verja sig frá öllum smádýrum og nagdýrum en alla jafna er ég ekkert að impra á því.“ Hann kallar hann klárar skepnur og segir að óalgengt sé að þær umgangist mannfólk. Sem fyrr segir hefur hann aðeins tvisvar heyrt af rottu sem fór upp í rúm til fólks meðan það svaf. „En þær fara oft inn til fólks, slysast þangað, en þær vilja sem betur fer ekkert vera í kringum okkur.“ Á sumrin snúa flest verkefni meindýraeyða að skordýrum, segir Ólafur Ingi, aðallega silfurskottum sem séu erfiðar viðureignar. Kakkalökkum fjölgar Tilfelli um rottur og kakkalakka í íbúðahúsnæði koma upp allan ársins hring að sögn meindýraeyðisins sem nefnir að kakkalökkum hafi fjölgað til muna síðustu ár. „Jú, það hefur vissulega orðið aukning,“ segir hann og nefnir þýska húskakkalakkann, en ekki sá bandaríski. Sá þýski sé talsvert minni en sá bandaríski. Hann segir að það geti reynst erfitt að eiga við kakkalakka. Hann sé klárari en önnur smádýr og feli sig nokkuð vel. „Það getur reynst erfitt að finna alla mögulega staði og skúmaskot sem hann kemur sér í.“ Er hann snöggur? „Já mjög,“ svarar Ólafur Ingi. „Hann er svo agnarsmár. Þetta eru svona nokkur stig ferilsins hjá þeim. Hann er svo voðalega lítill og ósýnilegur nánast þegar hann er í byrjunarfasa.“ Þegar þáttarstjórnandi veltir fyrir sér hvort kakkalakkar verði síðasta dýrið til að deyja út ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Ólafur tekur undir: „Er ekki talað um að rottur og kakkalakkar muni erfa jörðina?“ Fer geitungum fækkandi Þegar Reykjavík síðdegis sló á þráðinn hjá honum var hann í miðjum klíðum við að eyða geitungabúi í hverfi 108. Þar var holugeitungur í þakinu, segir hann. Hann segir að geitungum hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. „Að minni bestu vitund hélt ég að tvær þeirra [tegunda] væru farnar á brott,“ segir Ólafur, sem kveðst reyndar aldrei hafa verið stunginn í vinnunni en þó stundum utan hennar. Reykjavík Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég fór sjálfur á staðinn í morgun,“ segir Ólafur Ingi Heiðarsson, teymisstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, í samtali við Reykjavík síðdegis spurður um útkall sem hann þurfti að sinna í Laugardalnum þegar par vaknaði við það að stærðarinnar rotta væri komin til þeirra upp í rúm. Rottan hafði komist inn á jarðhæð og stokkið upp í til þeirra. Ólafur segir erfitt að segja til um hvar dýrið mun hafa komist inn, líklega hafi hún laumað sér inn þegar þau hafi verið að lofta út. Hann segir nær útilokað að um gælurottu sé að ræða heldur sé talsvert líklegra að rotta þessi hafi átt sér heimili í lagnakerfi undir Reykjavík. Ekki mannblendnar verur Rottur eru, að sögn Ólafs, ekki sérlega mannblendnar verur og afar óalgengt er að þær hoppi upp í rúm fólks. „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis,“ segir hann. Hann segir að rottur búi flestar í lagnakerfi vestan Elliðaáa en hafi þó færst austur síðustu ár. „Þær búa og lifa og starfa þarna í lagnakerfinu í Vesturbæ, miðbæ, hlíðunum, 104 og 108,“ nefnir hann. Nú þegar vetur nálgast fara mýs og rottur sennilega að leita inn. En spurður hvort íbúar þurfi að gera öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að fá þessa boðflennu inn til sín gerir hann lítið úr þeim áhyggjum: „Það auðvitað skaðar aldrei að verja sig frá öllum smádýrum og nagdýrum en alla jafna er ég ekkert að impra á því.“ Hann kallar hann klárar skepnur og segir að óalgengt sé að þær umgangist mannfólk. Sem fyrr segir hefur hann aðeins tvisvar heyrt af rottu sem fór upp í rúm til fólks meðan það svaf. „En þær fara oft inn til fólks, slysast þangað, en þær vilja sem betur fer ekkert vera í kringum okkur.“ Á sumrin snúa flest verkefni meindýraeyða að skordýrum, segir Ólafur Ingi, aðallega silfurskottum sem séu erfiðar viðureignar. Kakkalökkum fjölgar Tilfelli um rottur og kakkalakka í íbúðahúsnæði koma upp allan ársins hring að sögn meindýraeyðisins sem nefnir að kakkalökkum hafi fjölgað til muna síðustu ár. „Jú, það hefur vissulega orðið aukning,“ segir hann og nefnir þýska húskakkalakkann, en ekki sá bandaríski. Sá þýski sé talsvert minni en sá bandaríski. Hann segir að það geti reynst erfitt að eiga við kakkalakka. Hann sé klárari en önnur smádýr og feli sig nokkuð vel. „Það getur reynst erfitt að finna alla mögulega staði og skúmaskot sem hann kemur sér í.“ Er hann snöggur? „Já mjög,“ svarar Ólafur Ingi. „Hann er svo agnarsmár. Þetta eru svona nokkur stig ferilsins hjá þeim. Hann er svo voðalega lítill og ósýnilegur nánast þegar hann er í byrjunarfasa.“ Þegar þáttarstjórnandi veltir fyrir sér hvort kakkalakkar verði síðasta dýrið til að deyja út ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Ólafur tekur undir: „Er ekki talað um að rottur og kakkalakkar muni erfa jörðina?“ Fer geitungum fækkandi Þegar Reykjavík síðdegis sló á þráðinn hjá honum var hann í miðjum klíðum við að eyða geitungabúi í hverfi 108. Þar var holugeitungur í þakinu, segir hann. Hann segir að geitungum hafi fækkað gríðarlega síðustu ár. „Að minni bestu vitund hélt ég að tvær þeirra [tegunda] væru farnar á brott,“ segir Ólafur, sem kveðst reyndar aldrei hafa verið stunginn í vinnunni en þó stundum utan hennar.
Reykjavík Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira