Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. ágúst 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira