Fleiri fréttir

Gervihnattaútsending RÚV ekki fyrir alla

Óvíst er með framhald útsendinga RÚV á gervihnetti. Skrifstofustjóri RÚV segir að ríkið þurfi að bjóða þjónustuna aftur út. Kort sem þarf í afruglara til að ná útsendingu eru ekki fáanleg hjá RÚV. Nýir notendur geta ekki náð útsendingunni.

Útlendingaspilinu leikið út

Lars Løkke Rasmussen reynir að gera útlendingamálin að helsta kosningamáli komandi þingkosninga í Danmörku. Hann vill herða verulega reglur um hælisleitendur. Danir kjósa þing á fimmtudaginn í næstu viku.

Dularfullur fjárdauði um allt land til rannsóknar

Léleg hey hafa verið talin ástæða þess að ær drepast í hrönnum og hundruð lamba komast ekki á legg. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir ástandið alvarlegra en fyrr var talið. Rannsókn hefst í dag.

Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim

Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands.

Smábátar rákust saman vestur af Kópsnesi

Hvorugur bátsverjanna slasaðist þegar tveir litlir strandveiðibátar lentu í árekstri vestur af Kópsnesi við Patreksfsjörð undir morgun, en báðir bátarnir löskuðust og kom leki að öðrum þeirra.

Slasaðist þegar hann ók fram af snjóhengju á Vélsleða

Vélsleðamaður slasaðist þegar hann ók fram af snjóhengju á Vatnajökli um sex leytið í gærkvöldi. Ferðafélagar hans kölluðu þegar eftir aðstoð og voru björgunarmenn frá Hellu sendir af stað og fleiri settir í viðbragðsstöðu, auk þess sem óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C

Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum.

Þeim fjölgar um 90% sem aldrei lesa bók

Lestur bóka fer snarminnkandi. Rúmlega 13 prósent lesa aldrei bækur. Er að fjara undan okkur sem bókmenntaþjóð heimsins, segir talsmaður bókaútgefenda. Allar viðvörunarbjöllur hringja, segir formaður Rithöfundasambands Íslands.

Segir ríkið þykjast bundið af almenna markaðnum

Ríkissáttasemjari segir að til þessa hafi of mikið borið í milli í kjaradeilu ríkisins við opinbera starfsmenn til að hægt væri að beita úrræðum á borð við sátta- eða miðlunartillögu. Boðað hefur verið til funda fyrir hádegi í dag.

Hætt komin eftir að sýking barst í brjóstapúða

Nítján ára kona, sem var hætt komin og lá á gjörgæslu í viku eftir bakteríusýking barst í silíkonpúða sem hún var með, segist ráðleggja konum að kynna sér áhættuna sem getur fylgt því að fara í brjóstastækkun.

Sjá næstu 50 fréttir