Rektor sakaður um að eyða milljón í eigin valdhroka Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2015 10:54 Einar er prinsippmaður og enn er eitt og annað varðandi nýlegt rektorskjör sem honum þykir skjóta skökku við, til dæmis það sem snýr að meintu vanhæfi Kristínar Ingólfsdóttur til að fjalla um málið í Háskólaráði. Lögfræðiálit, til að kveða úr um hæfi Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands til að fjalla um rektorskjör kostuðu tæpar 700 þúsund krónur. Með virðisaukaskatti má gera ráð fyrir að kostnaður Háskólans slagi hátt í milljón króna. Þetta kemur fram í bréfi sem Einari Steingrímssyni barst nýverið frá Háskólanum vegna fyrirspurna sem hann lagði fram fyrir þremur mánuðum. Einar, sem er prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, er einn þeirra sem sóttu um stöðu rektors við Háskóla Íslands. Einar er afar ósáttur við hvernig staðið var að kjörinu; til að mynda taldi hann það stangast á við jafnræði að hann, sem sá eini sem búsettur er erlendis, og hafði því ekki sömu stöðu og aðrir til að kynna sig, ekki síst innan veggja Háskólans öfugt við aðra frambjóðendur; Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar og svo Jón Atla Benediktsson, prófessor við verkfræði og náttúruvísindasvið. Jón Atli hreppti stöðuna eins og fram hefur komið. Einar fór fram á að Háskólinn styrkti sig til Íslandsfarar en hafði ekki erindi sem erfiði.Tekist á um meint vanhæfi rektorsAukinheldur taldi Einar ljóst að Kristín væri vanhæf til að fjalla um málið, vegna þess að Jón Atli hefur starfað náið með Kristínu sem aðstoðarrektor. „Ég fór fram á að rektor viki sæti þegar háskólaráð fjallaði um þessar málaumleitanir mínar, þar sem einn umsækjenda var aðstoðarrektor, einn nánasti samstarfsmaður rektors til margra ára, valinn af henni sjálfri, sem ég taldi að gerði hana vanhæfa til að fjalla um málið,“ segir Einar í samtali við Vísi, en fjallað var um málið á sínum tíma. Einar segir að í stað þess að víkja sæti, þótt ekki væri nema til að forðast allan grun um óeðlileg hagsmunatengsl, var ákveðið að fá tvö lögfræðiálit, frá lögfræðistofum úti í bæ. „Þessi álit röktu hvernig úrskurðað hefði verið í málum af þessu tagi, og sögðu að allt ylti þetta á því hvort um nána vináttu væri að ræða milli rektors og aðstoðarrektors. Væri ekki um slíka vináttu að ræða hefði hingað til ekki verið úrskurðað að um vanhæfi væri að ræða, en annars gæti það verið til staðar. Háskólaráð úrskurðaði einróma að Kristín væri ekki vanhæf, þótt ekki væri útskýrt hvernig ráðið hefði skorið úr um hversu miklir vinir hún og aðstoðarrektor væru, og Kristín sat svo fundinn þar sem fjallað var um þessi mál mín,“ segir Einar.Rektor fór fram á lögfræðiálit Einari þykir svörin sem hann hefur fengið frá lögfræðingi skólans, Elínu Blöndal, fremur snautleg. „Þegar ég frétti af því að skólinn hefði látið gera þessi lögfræðiálit skrifaði ég lögfræðingi skólans, Elínu Blöndal, og spurði hver hefði tekið ákvörðunina um það, og hvað það hefði kostað. Þetta var 8. mars. Ég fékk svar næsta dag þar sem Elín sagði „ég hef móttekið spurningar þínar og mun svara þeim eins fljótt og unnt er, það kann þó að dragast um nokkra daga vegna mikilla anna og málafjölda.“ Ég ítrekaði fyrirspurnina 17. mars, 20. mars, 7. apríl, og við rektor 8. apríl. Þann 9. apríl skrifaði Elín mér að „erindi þín hafa verið móttekin og verða afgreitt fljótlega, það hefur því miður dregist vegna mikilla anna og ert þú beðinn velvirðingar á því.“ Ég ítrekaði spurningarnar einu sinni enn þann 12. maí, en þegar ég hafði engin svör fengið þann 17. maí kvartaði ég til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi háskólanum bréf þar sem farið var fram á upplýsingar um hvað liði meðferð málsins.“ Í gær barst bréf frá Elínu og eru svörin þessi: Það var rektor sem ákvað sjálf að fá þessi lögfræðiálit. Þau kostuðu 681 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts. Með virðisaukaskatti hafa álitin þá væntanlega kostað háskólann rúmlega 840 þúsund. Einar hyggst rekja þessa sögu í grein sem hann segist ætla að birta í Kvennablaðinu, en honum sýnist ljóst að rektor hafi eytt milljón í „eigin valdhroka,“ segir Einar og kveður fast að orði. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Lögfræðiálit, til að kveða úr um hæfi Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands til að fjalla um rektorskjör kostuðu tæpar 700 þúsund krónur. Með virðisaukaskatti má gera ráð fyrir að kostnaður Háskólans slagi hátt í milljón króna. Þetta kemur fram í bréfi sem Einari Steingrímssyni barst nýverið frá Háskólanum vegna fyrirspurna sem hann lagði fram fyrir þremur mánuðum. Einar, sem er prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, er einn þeirra sem sóttu um stöðu rektors við Háskóla Íslands. Einar er afar ósáttur við hvernig staðið var að kjörinu; til að mynda taldi hann það stangast á við jafnræði að hann, sem sá eini sem búsettur er erlendis, og hafði því ekki sömu stöðu og aðrir til að kynna sig, ekki síst innan veggja Háskólans öfugt við aðra frambjóðendur; Guðrúnu Nordal, forstöðumann Árnastofnunar og svo Jón Atla Benediktsson, prófessor við verkfræði og náttúruvísindasvið. Jón Atli hreppti stöðuna eins og fram hefur komið. Einar fór fram á að Háskólinn styrkti sig til Íslandsfarar en hafði ekki erindi sem erfiði.Tekist á um meint vanhæfi rektorsAukinheldur taldi Einar ljóst að Kristín væri vanhæf til að fjalla um málið, vegna þess að Jón Atli hefur starfað náið með Kristínu sem aðstoðarrektor. „Ég fór fram á að rektor viki sæti þegar háskólaráð fjallaði um þessar málaumleitanir mínar, þar sem einn umsækjenda var aðstoðarrektor, einn nánasti samstarfsmaður rektors til margra ára, valinn af henni sjálfri, sem ég taldi að gerði hana vanhæfa til að fjalla um málið,“ segir Einar í samtali við Vísi, en fjallað var um málið á sínum tíma. Einar segir að í stað þess að víkja sæti, þótt ekki væri nema til að forðast allan grun um óeðlileg hagsmunatengsl, var ákveðið að fá tvö lögfræðiálit, frá lögfræðistofum úti í bæ. „Þessi álit röktu hvernig úrskurðað hefði verið í málum af þessu tagi, og sögðu að allt ylti þetta á því hvort um nána vináttu væri að ræða milli rektors og aðstoðarrektors. Væri ekki um slíka vináttu að ræða hefði hingað til ekki verið úrskurðað að um vanhæfi væri að ræða, en annars gæti það verið til staðar. Háskólaráð úrskurðaði einróma að Kristín væri ekki vanhæf, þótt ekki væri útskýrt hvernig ráðið hefði skorið úr um hversu miklir vinir hún og aðstoðarrektor væru, og Kristín sat svo fundinn þar sem fjallað var um þessi mál mín,“ segir Einar.Rektor fór fram á lögfræðiálit Einari þykir svörin sem hann hefur fengið frá lögfræðingi skólans, Elínu Blöndal, fremur snautleg. „Þegar ég frétti af því að skólinn hefði látið gera þessi lögfræðiálit skrifaði ég lögfræðingi skólans, Elínu Blöndal, og spurði hver hefði tekið ákvörðunina um það, og hvað það hefði kostað. Þetta var 8. mars. Ég fékk svar næsta dag þar sem Elín sagði „ég hef móttekið spurningar þínar og mun svara þeim eins fljótt og unnt er, það kann þó að dragast um nokkra daga vegna mikilla anna og málafjölda.“ Ég ítrekaði fyrirspurnina 17. mars, 20. mars, 7. apríl, og við rektor 8. apríl. Þann 9. apríl skrifaði Elín mér að „erindi þín hafa verið móttekin og verða afgreitt fljótlega, það hefur því miður dregist vegna mikilla anna og ert þú beðinn velvirðingar á því.“ Ég ítrekaði spurningarnar einu sinni enn þann 12. maí, en þegar ég hafði engin svör fengið þann 17. maí kvartaði ég til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi háskólanum bréf þar sem farið var fram á upplýsingar um hvað liði meðferð málsins.“ Í gær barst bréf frá Elínu og eru svörin þessi: Það var rektor sem ákvað sjálf að fá þessi lögfræðiálit. Þau kostuðu 681 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts. Með virðisaukaskatti hafa álitin þá væntanlega kostað háskólann rúmlega 840 þúsund. Einar hyggst rekja þessa sögu í grein sem hann segist ætla að birta í Kvennablaðinu, en honum sýnist ljóst að rektor hafi eytt milljón í „eigin valdhroka,“ segir Einar og kveður fast að orði.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira