Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2015 10:32 Langtímafjarvera var ríflega þrefalt algengari hjá hinu opinbera. Vísir/Getty Áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en á almennum. Þetta kemur fram í niðurstöðum þróunarverkefnisins: Virkur vinnustaður. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að mismunur af þessari stærðargráði valdi um 11 milljarða króna kostnaðarauka fyrir opinbera á hverju ári. Brýnt sé að kanna nánar ástæður þessa mismunar. Niðurstöðurnar byggja á skráningu veikindadaga yfir þriggja mánaða tímabil á 25 vinnustöðum með um 1.400 starfsmenn. Að meðaltali var fjöldi fjarverudaga á hvern starfsmann í fyrra 20 dagar hjá hinu opinbera en tíu í einkageiranum. Opinberir starfsmenn voru veikir rúmlega fimm sinnum yfir árið samanborið við rúmlega þrisvar sinnum á einkareknu vinnustöðunum. Langtímafjarvera var ríflega þrefalt algengari hjá hinu opinbera. Í tilkynningu Viðskiptaráðs segir að áðurnefndur kostnaður valdi hærri sköttum eða minni gæðum opinberrar þjónustu.Mun ríflegri veikindaréttur Veikindaréttur hjá hinu opinbera er mun ríflegri en á almennum vinnumarkaði og er hann allt að tífaldur í þeim tilfellum sem starfsmaður hefur verið í sex mánuði í starfi. Viðskiptaráð áætlar að þetta mikla svigrúm sé veigamikill áhrifaþáttur þegar horft sé til fjarveru opinberra starfsmanna vegna veikinda. „Það undirstrikar jafnframt mikilvægi þess að meta einnig starfsréttindi – líkt og veikindarétt – þegar launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði eru borin saman,“ segir í tilkynningunni. Viðskiptaráð telur að yfirstandandi kjaraviðræður við Bandalag háskólamanna skapi tækifæri til að samræma starfsréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. „Með afnámi umframréttinda opinberra starfsmanna væri unnt auka svigrúm til hækkunar grunnlauna opinberra starfsmann líkt og forsvarsmenn bandalagsins hafa barist fyrir.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en á almennum. Þetta kemur fram í niðurstöðum þróunarverkefnisins: Virkur vinnustaður. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að mismunur af þessari stærðargráði valdi um 11 milljarða króna kostnaðarauka fyrir opinbera á hverju ári. Brýnt sé að kanna nánar ástæður þessa mismunar. Niðurstöðurnar byggja á skráningu veikindadaga yfir þriggja mánaða tímabil á 25 vinnustöðum með um 1.400 starfsmenn. Að meðaltali var fjöldi fjarverudaga á hvern starfsmann í fyrra 20 dagar hjá hinu opinbera en tíu í einkageiranum. Opinberir starfsmenn voru veikir rúmlega fimm sinnum yfir árið samanborið við rúmlega þrisvar sinnum á einkareknu vinnustöðunum. Langtímafjarvera var ríflega þrefalt algengari hjá hinu opinbera. Í tilkynningu Viðskiptaráðs segir að áðurnefndur kostnaður valdi hærri sköttum eða minni gæðum opinberrar þjónustu.Mun ríflegri veikindaréttur Veikindaréttur hjá hinu opinbera er mun ríflegri en á almennum vinnumarkaði og er hann allt að tífaldur í þeim tilfellum sem starfsmaður hefur verið í sex mánuði í starfi. Viðskiptaráð áætlar að þetta mikla svigrúm sé veigamikill áhrifaþáttur þegar horft sé til fjarveru opinberra starfsmanna vegna veikinda. „Það undirstrikar jafnframt mikilvægi þess að meta einnig starfsréttindi – líkt og veikindarétt – þegar launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði eru borin saman,“ segir í tilkynningunni. Viðskiptaráð telur að yfirstandandi kjaraviðræður við Bandalag háskólamanna skapi tækifæri til að samræma starfsréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. „Með afnámi umframréttinda opinberra starfsmanna væri unnt auka svigrúm til hækkunar grunnlauna opinberra starfsmann líkt og forsvarsmenn bandalagsins hafa barist fyrir.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira