Innlent

Umræðan: Hvað verður um erlenda fjárfestingu í kvikum krónueignum?

Heiða Kristín Helgadóttir skrifar
Regína Bjarnadóttir, forstöðukona greiningardeildar Arion banka, og Kolbeinn Óttarrsson Proppé voru gestir Heiðu Kristínar í Umræðunni í gærkvöldi. Þau fóru yfir kynningarfund ríkisstjórnarinnar í Hörpu um losun fjármagnshafta.

Regína sagði brúnina hafa lyfst eftir því sem leið á daginn og frekari fréttir af samningum milli stjórnvalda og föllnu bankanna litu dagsins ljós.  Kolbeinn taldi áætlunina vera skrautfjöður í hatt ríkisstjórnarinnar og augljóst að málið væri vel unnið. Jafnframt væri mikilvægt að samningar virtust í nánd, eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt áherslu á.

Regína áréttaði að spurningum varðandi snjóhengjuna væri enn ósvarað og hvernig þeim erlendu aðilum sem hefðu fjárfest í íslenskum ríkisskuldabréfum yrði gert að að fara eftir skilyrðum sem ríkið væri að setja.

„Á þá ekkert að leyfa erlenda fjárfestingu í kvikum krónueignum?” spurði Regína.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×