Innlent

Tryggja rannsóknir við Mývatn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sigrún Magnúsdóttir hefur skipað starfshóp um sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
Sigrún Magnúsdóttir hefur skipað starfshóp um sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. VÍSIR/PJÉTUR
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað starfshóp sem á að sjá um sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, NÍ, og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, RAMÝ.

Verkefni starfshópsins verða meðal annarra að fara yfir rekstrarlega- og fjárhagslega þætti sameiningarinnar. Starfshópurinn mun einnig skoða hvernig áframhaldandi rannsóknarstarfssemi RAMÝ verði tryggð við Mývatn.

Starfshópinn skipa Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins, Árni Einarsson, forstöðumaður RAMÝ og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ.

Skipun starfshópsins er í samræmi við skýrslu sem stýrihópur á vegum ráðuneytisins birti 25. mars síðastliðinn.

Tveir starfsmenn eru hjá RAMÝ en tæplega fimmtíu hjá NÍ.

Fram kemur að samkvæmt skýrslunni vænti starfsmenn og stjórnendur stofnananna, fagráð RAMÝ og ráðuneytið þess að sameining skili betri niðurstöðu en óbreytt ástand.

Ytri aðilar, þá helst sveitarstjórnir, samstarfsaðilar og veiðifélög, vænta þess að nærsamfélagið verði ekki fyrir skerðingu og sömuleiðis að áfram verði unnið að nauðsynlegum verkefnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×