Innlent

Smábátar rákust saman vestur af Kópsnesi

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Tálknafirði.
Frá Tálknafirði. Vísir/Vilhelm
Hvorugur bátsverjanna slasaðist þegar tveir litlir strandveiðibátar lentu í árekstri vestur af Kópsnesi við Patreksfsjörð undir morgun, en báðir bátarnir löskuðust og kom leki að öðrum þeirra.

Annar bátur kom brátt á vettvang og fylgdi leka bátnum, en varðskip var skammt undan með öflugar dælur og var engin hætta talin á ferðum. Ekki er enn vitað hvað olli því að bátarnir rákust á, en þeir héldu báðir til veiða í nótt. Varðskipið er nú komið með bátinn í tog og ætlar að draga hann til Tálknafjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×