Innlent

Slasaður vélsleðamaður sóttur á Vatnajökul

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðir út vegna slyssins.
Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðir út vegna slyssins. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur um þessar mundir vélsleðamann sem ók fram af hengju og slasaðist á vestanverðum Vatnajökli um sexleytið í kvöld til borgarinnar. Maðurinn er ekki talinn mikið slasaður og ástand hans sagt stöðugt.

Að sögn Jóns Hermannssonar, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlslu, þurfti þyrlan að lenda um áttatíu kílómetrum frá slysstað vegna slæms skyggnis. Ferðafélagar mannsins hafi svo flutt hann að þyrlunni en þeir urðu eftir á jöklinum.

Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðir út vegna slyssins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×