Dularfullur fjárdauði um allt land til rannsóknar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. júní 2015 08:00 Víða um land hafa ær drepist. Einnig virðast ær mjólka illa með þeim afleiðingum að lömb dafna illa eða drepast. „Við veltum því lengi fyrir okkur hvort þetta gæti stafað af lélegum heyjum. En þetta er orðið svo alvarlegt dæmi að við verðum að rannsaka hvort það sé ekki eitthvað mun stærra að valda þessu,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um ástandið sem hrjáir sauðfjárbændur, en víða um land hafa ær drepist í hrönnum. Þá virðast ær mjólka mjög illa eða ekki neitt með þeim afleiðingum að lömb dafna illa eða drepast. „Nú fyrst eru bændur farnir að þora að tala um þetta og ég held að þetta sé ekki einungis heyjunum að kenna. Það hlýtur að liggja eitthvað meira að baki,“ segir Þórarinn og bætir við að ánum hafi verið gefið kjarnfóður og lýsi sem virðist ekki hafa virkað.Þórarinn Ingi Pétursson„Sem dæmi um það hversu alvarlegt ástandið er þá veit ég um bæ þar sem yfir tuttugu prósent af stofninum er dauður,“ segir Þórarinn sem telur að ástandið geti leitt til mjög víðtæks tjóns. „Að missa óbornar ær er stórt tjón. Þá ertu bæði að missa framleiðslutækið og framleiðsluna sjálfa.“ Samtökin, ásamt Margréti Katrínu Guðnadóttur dýralækni, hefja rannsókn á málinu í dag og verður tekið blóðsýni úr hópi áa og þau rannsökuð. „Við stöndum frammi fyrir heystakki og erum að leita að nálinni,“ segir Margrét sem vonar að niðurstöður fáist með blóðrannsókninni. Fréttablaðið náði tali af nokkrum bændum á Vestur- og Norðurlandi sem flestir virtust sammála um að rekja mætti ástandið til slæms veðurfars undanfarið. „Þetta er algjört ófremdarástand og margir bændur um allt land hafa lent hryllilega í þessu,“ segir Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal, um ástandið. „Vandamálið núna er meira en ég hef séð áður. Kindurnar eru ekki að mjólka eftir burð. Það þýðir að lömbin eru ekki að stækka eða þau drepast,“ segir Gísli og bætir við að afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Þetta er gríðarlegt afurðatjón fyrir sauðfjárbændur og getur leitt til mikils tekjutaps.“ Gísli segir að ær séu að drepast nokkrum dögum áður en þær bera. „Bóndi sem missir kannski tuttugu ær missir þá kannski þrjátíu lömb.“Bjarni HermannssonBjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, er einn þeirra sem þekkja ástandið af eigin raun. „Ég er búinn að missa fjörutíu ær í vetur og sextíu lömb eftir sauðburð,“ segir Bjarni sem bætir við að lítil sem engin mjólk sé í ánum. Hann hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar ástandið mun hafa. „Þetta getur haft mikil áhrif í haust því nú eru bændur með lélegri lömb og færri.“ Gísli tekur fram að margir bændur hafi reynt að sporna gegn ástandinu með því að notast við fóðurbæti í meira mæli en áður. Fóðurbætir kosti þó sitt og leiði til aukins fóðurkostnaðar fyrir bændurna. „Ég veit ekki af hverju þetta er svona. Ég hef til dæmis oft gefið verri hey en núna. Þó að menn hafi verið að gefa ánum vítamín þá hefur það ekki dugað. En þetta er klárlega einhvers konar skortur í fæðunni að mínu mati.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
„Við veltum því lengi fyrir okkur hvort þetta gæti stafað af lélegum heyjum. En þetta er orðið svo alvarlegt dæmi að við verðum að rannsaka hvort það sé ekki eitthvað mun stærra að valda þessu,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, um ástandið sem hrjáir sauðfjárbændur, en víða um land hafa ær drepist í hrönnum. Þá virðast ær mjólka mjög illa eða ekki neitt með þeim afleiðingum að lömb dafna illa eða drepast. „Nú fyrst eru bændur farnir að þora að tala um þetta og ég held að þetta sé ekki einungis heyjunum að kenna. Það hlýtur að liggja eitthvað meira að baki,“ segir Þórarinn og bætir við að ánum hafi verið gefið kjarnfóður og lýsi sem virðist ekki hafa virkað.Þórarinn Ingi Pétursson„Sem dæmi um það hversu alvarlegt ástandið er þá veit ég um bæ þar sem yfir tuttugu prósent af stofninum er dauður,“ segir Þórarinn sem telur að ástandið geti leitt til mjög víðtæks tjóns. „Að missa óbornar ær er stórt tjón. Þá ertu bæði að missa framleiðslutækið og framleiðsluna sjálfa.“ Samtökin, ásamt Margréti Katrínu Guðnadóttur dýralækni, hefja rannsókn á málinu í dag og verður tekið blóðsýni úr hópi áa og þau rannsökuð. „Við stöndum frammi fyrir heystakki og erum að leita að nálinni,“ segir Margrét sem vonar að niðurstöður fáist með blóðrannsókninni. Fréttablaðið náði tali af nokkrum bændum á Vestur- og Norðurlandi sem flestir virtust sammála um að rekja mætti ástandið til slæms veðurfars undanfarið. „Þetta er algjört ófremdarástand og margir bændur um allt land hafa lent hryllilega í þessu,“ segir Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal, um ástandið. „Vandamálið núna er meira en ég hef séð áður. Kindurnar eru ekki að mjólka eftir burð. Það þýðir að lömbin eru ekki að stækka eða þau drepast,“ segir Gísli og bætir við að afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Þetta er gríðarlegt afurðatjón fyrir sauðfjárbændur og getur leitt til mikils tekjutaps.“ Gísli segir að ær séu að drepast nokkrum dögum áður en þær bera. „Bóndi sem missir kannski tuttugu ær missir þá kannski þrjátíu lömb.“Bjarni HermannssonBjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, er einn þeirra sem þekkja ástandið af eigin raun. „Ég er búinn að missa fjörutíu ær í vetur og sextíu lömb eftir sauðburð,“ segir Bjarni sem bætir við að lítil sem engin mjólk sé í ánum. Hann hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar ástandið mun hafa. „Þetta getur haft mikil áhrif í haust því nú eru bændur með lélegri lömb og færri.“ Gísli tekur fram að margir bændur hafi reynt að sporna gegn ástandinu með því að notast við fóðurbæti í meira mæli en áður. Fóðurbætir kosti þó sitt og leiði til aukins fóðurkostnaðar fyrir bændurna. „Ég veit ekki af hverju þetta er svona. Ég hef til dæmis oft gefið verri hey en núna. Þó að menn hafi verið að gefa ánum vítamín þá hefur það ekki dugað. En þetta er klárlega einhvers konar skortur í fæðunni að mínu mati.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira