Fleiri fréttir

Senegalflúran tekin að streyma á markað

Eldisfyrirtækið Stolt Sea Farm á Reykjanesi slátraði og sendi fyrstu 500 kílóin af senegalflúru á markað í fyrradag. Framleiðslan verður 2.000 tonn á ári þegar fram líður. Í 75.000 fermetra eldisstöð sem fullrisin verður 2018 munu starfa 60 manns.

Misskipting hefur áhrif á komandi kjaraviðræður

Formenn Alþýðusambands Íslands og Framsýnar á Húsavík telja misskiptinguna í íslensku samfélagi verða til umræðu í næstu kjaraviðræðum. Mikilvægt sé að jafna bilið með sköttum.

Leggja til minni skerðingu bóta

Nefnd undir forystu Péturs Blöndal hyggst skila ráðherra skýrslu á næstu vikum þar sem lagt er til að lífeyrisaldur verði hækkaður og dregið verði úr skerðingu bóta.

Mál fyrir Hæstarétti hafa aldrei verið fleiri

Álagið á Hæstarétti hefur síður en svo minnkað en samt hefur dómurum fækkað. Nefnd um millidómstig hefur ekki enn skilað af sér tillögu en stefnt var að því að frumvarp kæmi fram í mars í fyrra. Millidómstig myndi létta álagið verulega.

Ákvað að víkja úr dómstólnum

Róbert Ragnar Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, hefur vikið sæti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna vanhæfis.

Óttast verðbólgu og meiri skuldir

Minnihluti landsmanna vill að aðrir fái sambærilegar launahækkanir og læknar samkvæmt niðurstöðu könnunar Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 15. til 29. janúar síðastliðinn.

Flughálka víða um landið

Á Suðurlandi er þjóðvegur 1 auður en víða er nokkur hálka, jafnvel flughálka á öðrum vegum, s.s. í Grafningi, á Lyngdalsheiði og víðar í uppsveitum.

Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni.

Fimmtán manns bjargað á lífi

Síðdegis í gær hafði tekist að bjarga fimmtán manns á lífi úr farþegaflugvél sem fórst í Taívan í gær. Óttast var að 43 hefðu farist þegar vélin hrapaði í höfuðborginni Taípei.

Skuldahvetjandi markaður

„Ég held að við höfum sofið fljótandi að feigðarósi í þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup þess.

Fá hluta skýrslu um Álfsnesið

Íslenska Gámafélagið ehf. og Metanorka ehf. eiga að fá aðgang að skýrslu Mannvits um gasgerðarstöð í Álfsnesi og samanburð tæknilausna, þó að undanskildum ýmsum tölulegum upplýsingum.

Laun fást ekki gefin upp strax

Upplýsingar um ráðningarsamning nýs bæjarstjóra Fjallabyggðar og starfslokasamning fyrrverandi bæjarstjóra fást ekki uppgefnar að svo stöddu.

Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum

Forsætisráðherra Grikklands sagðist afar bjartsýnn eftir að hafa rætt við forseta framkvæmdastjórnar ESB og fleiri ráðamenn í Brussel í gær. Grikkir hafa samt enn ekki gert grein fyrir hvernig þeir hyggjast finna lausn.

Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki

Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni.

Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið

Kvótaþingi verður komið á og öll viðskipti með kvóta verða á markaði samkvæmt fiskveiðistjórnunarfrumvarpi. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en ráðherra hefur ekki enn farið með það fyrir ríkisstjórn. Ágreiningur á milli stjórnarflokkanna.

Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta

Lengstu ísgöng í Evrópu, djúpt í Langjökli, verða opnuð ferðafólki í júní. Mikil sprunga í jöklinum „fannst“ við gröftinn og verður eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári.

Náms- og starfsráðgjafa vantar í þriðjung skóla

Grunnskólabörn eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf samkvæmt lögum. Niðurstöður könnunar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í um þriðjungi grunnskóla. Aðrir gegna starfinu í þriðjungi skólanna.

Yfir tólf hundruð drepnir í fyrra

Í gær stóð yfir rannsókn á hræi 41. nashyrningsins sem veiðiþjófar hafa drepið í Kruger-þjóðgarði í Suður-Afríku það sem af er ári.

Asgeir sober on tour down under

Icelandic singer Asgeiri did not drink any alcohol during his tour in Australia, but his tour was a great success.

Svona týndist stúlkan

„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.

Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð

Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið.

Fyrirtæki tortryggin vegna undanþágu hafta

Seðlabankinn hefur samþykkt yfir 2700 umsóknir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum frá því að þau voru sett á árið 2008. Skortur á gagnsæi við framkvæmdina veldur tortryggni meðal fyrirtækja um að jafnræði sé viðhaft.

Endurhæfingarýmum á Hrafnistu lokað

"Það er númer eitt, tvö og þrjú að eldra fólk geti tekið þátt í lífinu og sé ekki bara lokað inni í rúmi", segir tæplega áttræð kona sem nýtir sér endurhæfingu á Hrafnistu og býr í eigin húsnæði.

Lágt iðgjald tryggir góðan lífeyri

Íslenskir lífeyrisþegar greiða lágt iðgjald í lífeyrissjóði miðað við önnur ríki OECD en fá 100% af meðaltekjum starfsævinnar í lífeyri sem þykir gott.

Sjá næstu 50 fréttir