Innlent

Skuldahvetjandi markaður

kristjkana björg guðbrandsdóttir skrifar
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi um slæma stöðu á húsnæðismarkaði á Alþingi í gær.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ræddi um slæma stöðu á húsnæðismarkaði á Alþingi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég held að við höfum sofið fljótandi að feigðarósi í þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup þess. Guðlaugur Þór hefur áhyggjur af því að það sé snúið mál fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð núna í skuldhvetjandi kerfi.

„Við þurfum að breyta um stefnu, við getum ekki haft fyrirkomulag sem hvetur fólk til að skulda,“ sagði hann.

Eygló Harðardóttir, félags -og húsnæðismálaráðherra, svaraði Guðlaugi Þór og sagðist sammála þingmanninum í því að það þyrfti að breyta um stefnu og það þyrfti að horfa á kerfið í heild sinni. Hún rifjaði það upp að Íslendingar hefðu lengi verið Evrópumeistarar í vanskilum húsnæðislána. 

„Við Íslendingar höfum verið Evrópumeistarar í vanskilum húsnæðislána, ekki bara eftir hrun heldur langt aftur í tímann. Við höfðum sem sagt vermt efstu sætin í vanskilum Evrópu um nokkurt skeið,“ sagði Eygló. Hún benti einnig á að erlendis væri fólk eldra þegar það keypti sér húsnæði og sagði nauðsyn að ná niður húsnæðiskostnaði á leigumarkaði og tryggja hagkvæmara skattaumhverfi fyrir leigufélög.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, reiknaði það út að ef foreldrar ætluðu sér að aðstoða barn sitt með útborgun í íbúð þyrftu þeir að leggja fyrir rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði alla æsku barnsins, í 216 mánuði. Samtals fimm milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×