Innlent

Reykvíkingar kjósa í febrúar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Reykjavík
Reykjavík
Rafræna íbúakosningin Betri hverfi 2015 fer fram í Reykjavík dagana 17. til 24. febrúar næstkomandi. Kjósa á um verkefni í hverfum borgarinnar. Kosið verður milli allt að 20 hugmynda í tíu hverfum borgarinnar.

Sextán ára og eldri með lögheimili í Reykjavík geta tekið þátt. Til þess að komast inn á kosningavefinn verða íbúar að eiga Íslykil eða rafræn skilríki til auðkenningar.

Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir Reykjavíkurborg sem skuldbindur sig til að framkvæmda þau verkefni sem kosin eru. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×