Innlent

Laun fást ekki gefin upp strax

garðar örn úlfarsson skrifar
Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson
Upplýsingar um ráðningarsamning nýs bæjarstjóra Fjallabyggðar og starfslokasamning fyrrverandi bæjarstjóra fást ekki uppgefnar að svo stöddu.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti 23. janúar ráðningarsamning Gunnars I. Birgissonar og starfslokasamning Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar. „Lít svo á að bæjarstjórn hafi með endanlega afgreiðslu málsins að gera.  Fundur bæjarstjórnar þar sem umrædd mál verða til umfjöllunar og afgreiðslu verður haldinn eftir viku,“ svaraði Ólafur Þór Ólafsson, deildarstjóri stjórnsýslusviðs Fjallabyggðar, í gær ósk um afrit af samningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×