Innlent

Reiknað með áframhaldandi stormi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ingó herbertsson
Reiknað er með áframhaldandi vestan stormi á Vestfjörðum og Norðurlandi, að minnsta kosti fram á kvöld. Vindur er byljóttur og staðbundnar hviður allt að 30-40 metrum á sekúndu á Ströndu, við vestanverðan Eyjafjörð og í Fljótum. Á láglendi verður áfram frostlaust og bleytir í klaka á vegum en á hærri fjallvegum norðan til á landinu verður skafrenningur og takmarkað skyggni, til að mynda á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Færð og aðstæður

Á Suðurlandi er þjóðvegur 1 orðinn auður austur undir Eyjafjöll en víða er hálka eða jafnvel flughált á öðrum vegum. Hálka eða hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi og flughálka m.a. yfir Draga og í Lundarreykjadal.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða flughálka og víða hvasst. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og skafrenningur. Það er einnig víða hálka á Norðurlandi og sumstaðar hvasst.

Á Austurlandi er víðast hvar hálka. Fjarðarheiði er þó þungfær og þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Síðustu daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×