Fleiri fréttir

Bandaríkin og Kína sammælast um að draga úr mengun

Bandaríkin og Kína hafa kynnt ný sameiginleg markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en forsetar landanna hittust í nótt á fundi í Beijing. Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði nýja samninginn sögulegan en Bandaríkjamenn ætla að ná því markmiði að árið 2025 verði búið að draga úr losuninni svo nemur 28 prósentum af því sem var árið 2005.

Reyna að lenda á halastjörnunni

Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.

Skólar keppa í orkusparnaði

Stóru norrænu loftslagsáskoruninni var hleypt af stokkunum með opnunarhátíð í Síðuskóla á Akureyri.

Lögreglan í Brasilíu drepur sex á dag

Lögreglan í Brasilíu hefur orðið rúmlega ellefu þúsund manns að bana á síðustu fimm árum, en það jafngildir því að sex manneskjur falla fyrir kúlum lögreglunnar þar í landi á hverjum degi allan ársins hring. Þetta kemur fram í nýjum tölum brasilískra mannréttindasamtaka sem fylgjast með ofbeldi í landinu.

Rán á Rauðarárstíg

Rán var framið í verslun við Rauðarárstíg í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og handtók lögregla fjóra menn í tengslum við það skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hverju þeir rændu eða hvernig afgreiðslufólki reiddi af, né hvort ræningjarnir eru enn í haldi lögreglu.

Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati

Skipulagsstofnun vill að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar verði endurgert. Forstjóri Landsvirkjunar telur allar líkur á því að ráðist verði í þá vinnu enda svæðið í nýtingarflokki. Landvernd fagnar áfangasigri og segir sýn félagsins staðfesta.

Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði

Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur fengið mikilvæga viðurkenningu frá bandarískum yfirvöldum. Grundvöllur sölu- og markaðsstarfs til framtíðar og stærsta skref fyrirtækisins til þessa, segir framkvæmdastjóri.

Formaðurinn þjáist af kulnun

Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust.

Sjúkraliðar hrekjast úr starfi vegna slæmra vinnuskilyrða

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir það hafa aukist að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum ófaglærðra svo sem ræstingum og í býtibúrum. Margir þeirra hafi beinlínis hrakist frá störfum vegna lélegra vinnuskilyrða.

Verkfallið bitnar á öllum nemendum

Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að afstýra verði strax boðuðu verkfalli prófessora við ríkisháskóla. Það sé hagur nemenda að kjör prófessora standist samanburð við kjör í öðrum háskólum. Menn hafi áhyggjur af stöðu skólanna.

62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær

Vel gekk hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra að þjónusta þá sem fengu leiðréttingu á húsnæðislánum sínum frá ríkisstjórninni í gær. Metfjöldi heimsótti heimasíðu aðgerðanna. Hart var tekist á um aðgerðirnar á þingi.

Palestínumenn minntust Arafats

Þess var minnst í gær að tíu ár eru liðin frá því Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtogi Palestínumanna, lést á spítala í Frakklandi.

Sýna tónlistarkennurum stuðning

Fjölmargir listamenn tóku þátt í myndbandi til stuðnings verkfalls tónlistarkennara, en kennarar eru áhyggjufullir yfir stöðu mála.

Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu

„Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“

Fjárhæð leiðréttingar endanleg og ferlið gengið vel

Rúmlega níutíu þúsund viðskiptavinir bankanna sem eru með verðtryggð lán gátu í dag séð fjárhæðir leiðréttinga sinna. Mikið álag hefur verið hjá embætti ríkisskattstjóra í allan dag. Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir óheiðarleika í framsetningu á birtri fjárhæð leiðréttingar.

Segir auglýsingabann á áfengi órökrétt

Félag atvinnurekenda fagnar viðleitni um að auka frjálsræði í viðskiptum með áfengi en gerir engu að síður athugasemdir við svokallað áfengisfrumvarp.

Sjá næstu 50 fréttir