Innlent

Rán á Rauðarárstíg

Rán var framið í verslun við Rauðarárstíg í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og handtók lögregla fjóra menn í tengslum við það skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hverju þeir rændu eða hvernig afgreiðslufólki reiddi af, né hvort ræningjarnir eru enn í haldi lögreglu.

Þá var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í austurborginni upp úr miðnætti, en þar hafði þjófurinn komist inn um glugga og meðal annars stolið þremur fartölvum. Hann komst óséður undan og er nú leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×