Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Framkvæmdir hófust í október 2012 sem var umdeilt á þeim tíma. Mynd/Landvernd „Það eru allar líkur á að ráðist verði í nýtt umhverfismat. Við gerðum ráð fyrir þessu árið 2013 og færðum því áherslur okkar upp á Þeistareyki. Til skemmri tíma litið hefur þetta ekki neikvæð áhrif á uppbygginguna en við höfum skilning á því að farið sé varlega“, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit verði endurgert. Skipulagsstofnun rökstyður niðurstöðu sína m.a. með því að frá því að eldra umhverfismatið var gert á árunum 2003 til 2004 hafi forsendur nýtingar breyst verulega; það sýni reynsla annarra jarðvarmavirkjana sem teknar hafa verið í notkun. Þá hafi ferðamönnum við Bjarnarflag fjölgað verulega og sérstök verndarákvæði séu í gildi á svæðinu sem þurfi að hafa í huga. Landvernd hefur lengi barist gegn virkjunarhugmyndum í Bjarnarflagi og í yfirlýsingu fagnar félagið ákvörðun Skipulagsstofnunar sem áfangasigri. Varúðarnálgun félagsins við virkjun í Bjarnarflagi hafi verið staðfest, og að nauðsynlegt sé að draga úr óvissu um áhrif virkjunarinnar. Það varði m.a. brennisteinsvetnismengun og áhrif hennar á heilsu fólks og mögulegar breytingar á innflæði næringarefna í Mývatn. Í september 2012 sendu Landvernd og Fuglavernd kvörtun til Ramsarskrifstofunnar vegna undirbúningsframkvæmda Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Í kjölfarið kom sendinefnd í opinbera skoðunarferð sumarið 2013. Skrifstofan sendi frá sér skýrslu í desember 2013 þar sem mælt var með því að endurgera umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar og að taka sérstakt tillit til samlegðaráhrifa frá mögulegri stækkun Kröfluvirkjunar. Hörður segir að hafa verði hugfast í þessu samhengi að Landsvirkjun hafi haft frumkvæði að því í október 2013 að óska eftir því við Skipulagsstofnun að athuga hvort endurtaka þyrfti vissa hluta umhverfismatsins frá 2004. Þá hafi fyrirtækið verið búið að ljúka ítarlegri greiningu á matinu og taldi að mögulega þyrfti að endurskoða ákveðna hluta þess. Bjarnarflag hafi verið metið í nýtingarflokk af 2. áfanga Rammaáætlunar og fékk þar góða umsögn, enda það svæði sem hefur elstu sögu jarðhitanýtingar á Íslandi. „Þegar við lögðum þetta fram þá gerðum við grein fyrir að nálguninni yrði breytt; í stað 90 megavatta virkjunar yrði farið í 45 megavatta virkjun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að endurtaka skuli stærri hluta umhverfismatsins en við töldum, en þá er ljóst að stofnunin tekur ekki tillit til varfærnari uppbyggingar heldur gömlu áformanna um 90 megavatta virkjun og umhverfismats sem gerði ráð fyrir henni. En við höfðum vonast til að tekið yrði tillit til þess,“ segir Hörður sem bætir við að innan fyrirtækisins verði á næstu vikum farið yfir nýjar upplýsingar og ákveðið hver næstu skref verða. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Það eru allar líkur á að ráðist verði í nýtt umhverfismat. Við gerðum ráð fyrir þessu árið 2013 og færðum því áherslur okkar upp á Þeistareyki. Til skemmri tíma litið hefur þetta ekki neikvæð áhrif á uppbygginguna en við höfum skilning á því að farið sé varlega“, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit verði endurgert. Skipulagsstofnun rökstyður niðurstöðu sína m.a. með því að frá því að eldra umhverfismatið var gert á árunum 2003 til 2004 hafi forsendur nýtingar breyst verulega; það sýni reynsla annarra jarðvarmavirkjana sem teknar hafa verið í notkun. Þá hafi ferðamönnum við Bjarnarflag fjölgað verulega og sérstök verndarákvæði séu í gildi á svæðinu sem þurfi að hafa í huga. Landvernd hefur lengi barist gegn virkjunarhugmyndum í Bjarnarflagi og í yfirlýsingu fagnar félagið ákvörðun Skipulagsstofnunar sem áfangasigri. Varúðarnálgun félagsins við virkjun í Bjarnarflagi hafi verið staðfest, og að nauðsynlegt sé að draga úr óvissu um áhrif virkjunarinnar. Það varði m.a. brennisteinsvetnismengun og áhrif hennar á heilsu fólks og mögulegar breytingar á innflæði næringarefna í Mývatn. Í september 2012 sendu Landvernd og Fuglavernd kvörtun til Ramsarskrifstofunnar vegna undirbúningsframkvæmda Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Í kjölfarið kom sendinefnd í opinbera skoðunarferð sumarið 2013. Skrifstofan sendi frá sér skýrslu í desember 2013 þar sem mælt var með því að endurgera umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar og að taka sérstakt tillit til samlegðaráhrifa frá mögulegri stækkun Kröfluvirkjunar. Hörður segir að hafa verði hugfast í þessu samhengi að Landsvirkjun hafi haft frumkvæði að því í október 2013 að óska eftir því við Skipulagsstofnun að athuga hvort endurtaka þyrfti vissa hluta umhverfismatsins frá 2004. Þá hafi fyrirtækið verið búið að ljúka ítarlegri greiningu á matinu og taldi að mögulega þyrfti að endurskoða ákveðna hluta þess. Bjarnarflag hafi verið metið í nýtingarflokk af 2. áfanga Rammaáætlunar og fékk þar góða umsögn, enda það svæði sem hefur elstu sögu jarðhitanýtingar á Íslandi. „Þegar við lögðum þetta fram þá gerðum við grein fyrir að nálguninni yrði breytt; í stað 90 megavatta virkjunar yrði farið í 45 megavatta virkjun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að endurtaka skuli stærri hluta umhverfismatsins en við töldum, en þá er ljóst að stofnunin tekur ekki tillit til varfærnari uppbyggingar heldur gömlu áformanna um 90 megavatta virkjun og umhverfismats sem gerði ráð fyrir henni. En við höfðum vonast til að tekið yrði tillit til þess,“ segir Hörður sem bætir við að innan fyrirtækisins verði á næstu vikum farið yfir nýjar upplýsingar og ákveðið hver næstu skref verða.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hljóp á sig Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira