Innlent

Kelduskóli Vík og Seljaskóli komust áfram í Skrekk

Frá fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks í ár.
Frá fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks í ár. Vísir / Anton Bjarni Alfreðsson
Kelduskóli Vík og Seljaskóli urðu hlutskarpastir á öðru keppniskvöldi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík í gærkvöldi. Átta lið kepptu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi en alls taka 24 skólar þátt í keppninni.

Á mánudaginn kemur munu svo átta hlutskörpustu liðin úr undankeppninni keppa til verðlauna. 

Hæfileikakeppnin hefur verið haldin árlega síðan árið 1990. Hagaskóli í Vesturbæ Reykjavíkur er sigursælasti skóli í sögu keppninnar en skólinn hefur sigrað sex sinnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×