Kerecis fékk lykilinn að 120 milljarða markaði Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Árlega eru framkvæmdar 100.000 aflimanir í BNA vegna sára sem ekki gróa, m.a. hjá sykursjúkum. Mynd/Kerecis Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi. „Á Íslandi borgar ríkið fyrir allar svona vörur en í Bandaríkjunum er notað sérstakt lyklakerfi þar sem hver vara hefur sérstakt númer frá yfirvöldum. Til að fá slíkan lykil þarf að sýna fram á í umsókn að varan virki. Núna höfum við fengið þennan lykil sem gerir læknum kleift að kaupa vöruna okkar og fá hana greidda hjá opinberum eða einkareknum tryggingafélögum,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Spurður hvaða máli þetta skref skipti fyrir sölu á vörunni á Bandaríkjamarkaði segir Guðmundur það einfalt. „Án þessa lykils ertu einfaldlega ekki til í kerfinu. Bandaríkin eru langstærsti markaðurinn fyrir vöruflokkinn sem varan okkar fellur í og því má eiginlega segja að þetta skref sé það mikilvægasta sem við höfum stigið til þessa,“ segir Guðmundur og bætir við að þýðing þessa sé að varan verði enn eftirsóttari fyrir dreifingaraðila í Bandaríkjunum, en markaðsleyfið frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) lá fyrir í nóvember í fyrra. Hvergi í heiminum er stærri markaður fyrir vörur af þessu tagi, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. „Við gerum ráð fyrir að semja við dreifingaraðila fyrir mitt næsta ár og að salan vaxi fljótt upp frá því, en samkeppnin á þessum markaði er hörð,“ segir Guðmundur. Spurður nánar um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þessarar viðurkenningar, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 120 milljörðum íslenskra króna á ári. „Þessi markaður vex um 22% á ári og ef við náum lítilli hlutdeild af því þá hleypur þetta alltaf á hundruðum milljóna króna á ári.“ Varan sem um ræðir er byggð á Kerecis Omega3-tækni félagsins og er ætluð til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Varan, sem heitir Kerecis Omega3 Wound, er affrumað þorskroð sem lagt er beint ofan í sár sem síðan er búið um með hefðbundnum sáraumbúðum. Frumur líkamans vaxa inn í efnið og breyta því að lokum í heilbrigða húð. Kerecis Omega3 Wound hefur fengið samþykki evrópskra yfirvalda og er sala hafin í Bretlandi, Þýskalandi og einnig í Mið-Austurlöndum. Sérstaða þessarar tækni er mikil því helstu samkeppnisvörurnar eru unnar úr vef svína og einnig úr mannshúð.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira