Fleiri fréttir

Störf hjá ríkinu 10 prósent færri

Störfum hjá ríkinu hefur fækkað um 10,6 prósent frá árinu 2008. Ef litið er aftur til aldamóta hefur starfsmönnum ríkisins fjölgað um 5,6 prósent frá árinu 2000 en fjöldi starfa á vinnumarkaðnum öllum hefur aukist um 11,8 prósent.

Fjarlægðu vegatálma í borginni

Hluti lýðræðissinna í Hong Kong ákvað í gær að fjarlægja suma af þeim vegatálmum sem búið var að koma fyrir á vegum og gangstéttum í borginni. Einnig ákváðu þeir að draga úr mótmælum sínum.

GERB-flokkur fær 33 prósent

Tvær útgönguspár gefa til kynna að miðhægri GERB-flokkurinn sigri í þingkosningunum í Búlgaríu í gær en nái þó ekki meirihluta.

Fimm féllu og tólf særðust

Fimm lögreglumenn féllu og tólf særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær.

Fækkun stjórnenda bitnar á skólastarfi

Dósent í menntunarfræði við Háskóla Íslands segir fækkun skólastjórnenda í Reykjavík frá bankahruni hafi aukið álag á starfsfólk og bitnað á skólastarfi. Óljóst sé hvort sameiningar skóla hafi borgað sig. Hrunið hafi þó ekki valdið kreppu í skólastarfi.

SUS vill slíta ríkisstjórnarsamstarfi að óbreyttu

„Flokkur, sem kennir sig á tyllidögum við ábyrgð í ríkisfjármálum, á ekki að nýta áttatíu milljarða króna af almannafé til þess að greiða niður verðtryggð húsnæðislán tiltekins þjóðfélagshóps.“

Örmagnaðist á hafi úti í uppblásnum bolta

Bandarískum maraþonhlaupara sem hafði það að markmiði að ferðast um 1.660 kílómetra vegalengd í uppblásnum bolta var í gærmorgun bjargað eftir að hafa örmagnast á hafi úti.

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Talið er að þar sé að finna lík 43 nemenda sem hurfu síðustu 27. september síðastliðinn eftir að lögregla réðist að þeim.

Ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu

Jean-Claude Duvalier, eða Baby Doc eins og hann var kallaður, fyrrverandi einræðisherra á Haiti sem lést í gær eftir hjartaslag átti yfir höfði sér ákæru fyrir glæpi gegn mannkyninu.

Ummælin lýsa ekki persónulegri skoðun

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir ekki til um hvort álit réttarsálfræðings um falskar játningar dugi til endurupptöku.

Segja Icelandair bera flugmenn röngum sökum

"Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair.“

Bjargar stúlkum undan rakvélarblaðinu

Susan Moyoso er tvítugur eldhugi í Kenía sem segir sitt hlutverk í lífinu vera að bjarga stúlkum frá nauðungarhjónaböndum og kynfæralimlestingum.

Hong Kong búar loka fyrir umferð

Lögregla beitti í nótt piparúða á mótmælendur sem höfðu í þúsundatali sest á götur og lokað fyrir umferð í miðborg Hong Kong.

Gasmengun spáð á öllu Norðurlandi

Veðurstofan varar við því að í dag megi búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur í Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.

Handtekinn grunaður um líkamsárás

Karlmaður og kona voru handtekin í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan fimm í nótt. Konan lét ófriðlega og er maðurinn grunaður um líkamsárás. Þá sem fyrir árásinni varð fór á slysadeild og er líklega nefbrotinn. Þau voru bæði vistuð í fangageymslur fyrir rannsókn máls.

Hvassviðri næsta sólarhring

Búist er við rigningu og hvassviðri víða í nótt og fram á morgun en tekur að hlýna víðast hvar á morgun.

Aukin harka í mótmælunum í Hong Kong

Aukin harka færðist í mótmælin í Hong Kong í dag eftir að æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, skipaði lögreglu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að hægt væri að opna opinberar skrifstofur og skóla á mánudag.

Bandaríkjamaðurinn í lífshættu

Níu hafa verið færðir í sóttkví vegna gruns um smit, þar á meðal unnusta hans og sonur, en grunur leikur á að fimmtíu til viðbótar séu í hættu.

Baby Doc látinn

Fyrrverandi einræðisherra Haítí, Jean Claude Duvalier, betur þekktur sem Baby Doc, lést í dag. Doc lést úr hjartaáfalli, 63 ára gamall.

Sterkustu konur Íslands krýndar í Þorlákshöfn

Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir úr Reykjavík og Lilja Björk Jónsdóttir frá Höfn í Hornafirði eru sterkustu konur Íslands árið 2014 en það varð ljóst eftir hörkuspennandi keppni í íþróttahúsi Þorlákshafnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir