Fækkun stjórnenda bitnar á skólastarfi 6. október 2014 07:00 Anna Kristín segir óljóst hvort sameiningar hafi svarað kostnaði sem af þeim hlaust. Fréttablaðið/Ernir Efnahagskreppan bitnaði mest á stjórnun í skólastarfi, segir Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um nýlega rannsókn starfsmanna Menntavísindasviðs. Rannsóknin fjallaði um áhrif efnahagskreppunnar á skólastarf í grunn-, leik- og framhaldsskólum í Reykjavík. „Stöðugildum deildarstjóra í grunnskólum Reykjavíkur hefur fækkað úr 84 árið 2007 í tæplega 40 árið 2013, eða um rúmlega helming, sem er mjög mikið,“ segir Anna Kristín. „Svona mikil fækkun stjórnenda eykur álag á stofnanirnar. Fækkunin hefur bitnað á þróunarstarfi og samstarfi við foreldra og öðru en beint lýtur að kennslu,“ segir Anna Kristín og bætir við að „verkefni sem áður var sinnt af deildarstjórum eru nú á hendi skólastjóra eða umsjónarkennara“. Þar að auki hafi stuðningskerfi skólanna dregist saman og tækifærum til símenntunar fækkað. Hins vegar hafi tekist að verja kennsluna sjálfa, enda sé fjöldi nemanda á hvert stöðugildi kennara svipaður og var árið 2005. Hrunið og niðurskurðurinn sem því fylgdi hafi ekki valdið kreppu í skólastarfi í þeim skilningi að því gildismati sem skólastarfið byggði á væri verulega ógnað. „Þótt það kæmi þreyta í skólastarfið þegar frá leið olli það ekki skólakreppu,“ segir hún. Aðspurð hvort sameiningar í grunn- og leikskólum hafi borgað sig segir Anna Kristín: „Ávinningurinn við sameiningar var bara sá sem ætlað var. Það átti bara að spara um eitt stöðugildi stjórnenda í hverri sameiningu.“ Hvort það hafi svarað þeim kostnaði sem hlaust af sameiningunum sé óljóst. „Þeir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu ýmislegt hafa verið til bóta. Hins vegar hefði þurft meiri stuðning við sameininguna sjálfa. Það kostar að sameina en sá stuðningur kom ekki því farið var í sameiningar vegna niðurskurðar. Niðurskurðartími er líklega ekki besti tíminn fyrir sameiningar,“ segir Anna Kristín. Meiri óánægja virðist hafa verið í leikskólum en grunnskólum með sameiningarnar. „Þetta var svolítið erfitt í leikskólunum. Það var sums staðar svolítil sorg og mikill hiti í umræðunni. Það gæti verið af því að þetta eru minni stofnanir og hugsanlega viðkvæmari,“ segir Anna Kristín. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Efnahagskreppan bitnaði mest á stjórnun í skólastarfi, segir Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um nýlega rannsókn starfsmanna Menntavísindasviðs. Rannsóknin fjallaði um áhrif efnahagskreppunnar á skólastarf í grunn-, leik- og framhaldsskólum í Reykjavík. „Stöðugildum deildarstjóra í grunnskólum Reykjavíkur hefur fækkað úr 84 árið 2007 í tæplega 40 árið 2013, eða um rúmlega helming, sem er mjög mikið,“ segir Anna Kristín. „Svona mikil fækkun stjórnenda eykur álag á stofnanirnar. Fækkunin hefur bitnað á þróunarstarfi og samstarfi við foreldra og öðru en beint lýtur að kennslu,“ segir Anna Kristín og bætir við að „verkefni sem áður var sinnt af deildarstjórum eru nú á hendi skólastjóra eða umsjónarkennara“. Þar að auki hafi stuðningskerfi skólanna dregist saman og tækifærum til símenntunar fækkað. Hins vegar hafi tekist að verja kennsluna sjálfa, enda sé fjöldi nemanda á hvert stöðugildi kennara svipaður og var árið 2005. Hrunið og niðurskurðurinn sem því fylgdi hafi ekki valdið kreppu í skólastarfi í þeim skilningi að því gildismati sem skólastarfið byggði á væri verulega ógnað. „Þótt það kæmi þreyta í skólastarfið þegar frá leið olli það ekki skólakreppu,“ segir hún. Aðspurð hvort sameiningar í grunn- og leikskólum hafi borgað sig segir Anna Kristín: „Ávinningurinn við sameiningar var bara sá sem ætlað var. Það átti bara að spara um eitt stöðugildi stjórnenda í hverri sameiningu.“ Hvort það hafi svarað þeim kostnaði sem hlaust af sameiningunum sé óljóst. „Þeir sem tóku þátt í rannsókninni sögðu ýmislegt hafa verið til bóta. Hins vegar hefði þurft meiri stuðning við sameininguna sjálfa. Það kostar að sameina en sá stuðningur kom ekki því farið var í sameiningar vegna niðurskurðar. Niðurskurðartími er líklega ekki besti tíminn fyrir sameiningar,“ segir Anna Kristín. Meiri óánægja virðist hafa verið í leikskólum en grunnskólum með sameiningarnar. „Þetta var svolítið erfitt í leikskólunum. Það var sums staðar svolítil sorg og mikill hiti í umræðunni. Það gæti verið af því að þetta eru minni stofnanir og hugsanlega viðkvæmari,“ segir Anna Kristín.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira