Fleiri fréttir

Drukkinn trukkabílstjóri

Lögreglan varð að stöðva förina með því að skjóta á dekk og eldsneytistank flutningabílsins.

Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði

„Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Ísinn úr brjóstamjólkinni ber heitið Búbís.

Ástralíustjórn íhugar inngrip

Áströlsk stjórnvöld íhuga nú að grípa inn í mál taílenskrar staðgöngumóður, sem tók að sér að eignast barn fyrir ástralskt par.

Aukakílóin fara í mannúðarmál

Friðriki Bergmannssyni var ekkert farið að lítast á holdafar vinar síns, Einars Skaftasonar. Hann eggjaði Einar því í megrun og til að styðja um leið gott málefni.

Hjúkrar særðum á Gasa

Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er komin til starfa á Gasa ströndinni, þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur.

Bryggjan í Eyjum þakin rusli

Röð hinna miðalausu tók ekki enda fyrr en upp úr miðnætti í nótt er Herjólfur fór sína síðustu ferð.

Warsi barónessa segir af sér vegna Gasa

Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, Sayeeda Warsi barónessa, sagði í morgun af sér. Ástæðan er óánægja hennar með stefnu ríkisstjórnar Davids Cameron í málefnum Ísraels og Palestínu.

Margir týndu símanum sínum á Þjóðhátíð

Margur þjóðhátíðargesturinn grætur nú farsímann sinn og hefur lögreglan í Eyjum, sem heldur utan um óskilamuni, fengið fjölmargar fyrirspurnir um síma. Sára fáir hafa hinsvegar skilað sér til lögreglunnar en nokkrir kunna þó enn að koma í leitirnar í hreinsunarstarfinu, sem hafið er af fullum krafti.

Ekið á danska hjólreiðakonu við Mývatn

Dönsk hjólreiðakona slasaðist þegar bíl var ekið á hana í Mývatnssveit á móts við verslun Samkaupa. Hún var flutt í sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri en mun ekki vera lífshættulega slösuð. Lögreglan á Húsavík rannsakar tildrög slyssins.

Listaskáli við ljónagarðinn

Stefnt er að því að gera listamannaskála og verslun í húsi Samúels Jónssónar í Selárdal sem verið er að endurreisa í sjálfboðavinnu og fyrir styrktarfé.

James Brady látinn

James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan.

Þrír kajakræðarar hætt komnir

Þrír kajakræðarar voru hætt komnir út af Munaðarnesi í Árneshreppi á Ströndum í gærkvöldi. Að því er fram kemur á netmiðlinum Litlahjalla.is voru þeir að koma frá Ingólfsfirði en úti af Munaðarnesi lentu þeir í ölduróti.

Fjórða strandveiðitímabilið hófst á miðnætti

Strandveiðibátar streymdu á sjóinn í nótt nema úti af norðausturlandi, þar sem ekki er sjóveður fyrir þá. Á miðnætti hófst fjórða og síðasta veiðitímabil þeirra í sumar og er ágúst kvótinn heldur minni en var í hinum mánuðunum.

Björgunarsveitir með vörslu við Sólheimajökul

Björgunarsveitarmenn hefja vörslu við við Sólheimajökul klukkan átta og verða þar fram á kvöld, vegna yfirvofandi hættu á að stór stykki geti brotnað úr jökulröndinni og valdið flóðbylgju í Lóninu.

Fórst í skógareldunum í Svíþjóð

Einn er nú látinn í skógareldunum sem geisað hafa í Mið-Svíþjóð síðustu daga og fimmþúsund manns í bænum Norberg búa sig nú undir að yfirgefa heimili sín.

Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa

Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi.

Vísbending um svarta vinnu

Beiðnum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti fer fækkandi. Gæti verið vísbending um að svört vinna sé að aukast. Önnur skýring er sú að á votviðrissumrum noti fólk peningana sína frekar í sólarlandaferðir en viðhald fasteigna.

Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé

Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið.

Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar

Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Sólstrandalíf í Önundarfirði

Hin árlega sandkastalakeppni var haldinn á laugardaginn var á Holtssandi í Önundarfirði. Að sögn Fjölnis Ásbjörnssonar, einn umsjónarmanna, voru um fimm hundruð gestir á ströndinni, sem er met.

Fölskvalaus ánægja um helgina

Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys.

Tólf frá sjö löndum grófu upp Skugga

Tólf manna hópur fornleifafræðinga frá sjö löndum hefur grafið upp torfhúsið Skugga í Hörgárdal. Rannsóknin er samstarf City University of New York og Fornleifastofnunar Íslands. Býlið er mjög ofarlega í dalnum sem þykir koma á óvart.

Skoða virkjanakosti fyrir landeigendur

Meirihluti Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar samþykkti á síðasta fundi ráðsins tilboð fyrirtækisins Mannvits um að kanna hagkvæmni smávirkjana í bæjarfélaginu. Fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðslu málsins og gerir nokkrar athugasemdir við verklag meirihluta byggðaráðsins.

Grunur á ebólu í New York

Grunur leikur á að karlmaður í New York í Bandaríkjunum sé smitaður af ebóluveirunni. Maðurinn ferðaðist nýlega um Vestur-Afríku þar sem faraldurinn nú geisar.

Sjá næstu 50 fréttir