Fleiri fréttir

"Hún getur ekki verið ein ábyrg“

Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum.

Svipugöng Gunnars í Krossinum

„Það er þjáning samfara því að kalla saman þá sem hafa búið til um mig sögur og sagnir og í framhaldi af því tekið að sér hlutverk ákæranda, kviðdóms, dómara og böðuls.“

Kappræður Stóru málanna

Oddvitar fimm stærstu sveitarfélaga munu mæta í kappræður Stóru málanna í næstu viku.

Viðurkennir að staðan sé ekki góð

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lætur engan bilbug á sér finna eftir fréttir af meintu vantrausti meðal sjálfstæðismanna.

Rannsaka hvort mengun hafi valdið rafmagnsleysi á Barnaspítala Hringsins

Verið er að rannsaka hvort brennisteinsvetnismengun, sem fer út í andrúmsloftið við jarðboranir, hafi valdið rafmagnsleysi á Barnaspítala Hringsins í vetur. Nýburar í hitakössum voru fluttir með hraði á kvennadeild Landspítalans, þar sem þeim var stungið í rafmagn. "Þetta veldur okkur áhyggjum," segir framkvæmdastjóri LSH.

50 tilfelli krabba á ári tengd áfengi

Fimm prósent allra krabbameinstilfella má rekja til áfengisneyslu. Áfengi næststærsti einstaki áhættuþátturinn. Íslendingar vilja almennt ekki vita um neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu, segir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands.

Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti

Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn.

Mubarak dæmdur í þriggja ára fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli og þurfa að dúsa í fangelsi í fjögur ár.

Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar.

Bretaprins í bobba - líkti Pútín við Hitler

Karl Bretaprins er í vandræðum eftir ummæli sem hann er sagður hafa látið falla í Kanada á dögunum. Prinsinn var að heimsækja safn eitt í Nova Scotia og þar hitti hann Marienne Ferguson, sem hafði flúið til Kanada frá Póllandi í Seinni Heimstyrjöldinni.

Komu ferðamönnum til aðstoðar á Uxahryggjarleið

Björgunarsveitarmenn fóru á tveimur bílum í nótt til að aðstoða fimm íslenska ferðamenn, sem sátu fastir í aurbleytu í jeppa sínum á vegslóða að Hvalvatni á Uxahryggjarleið. Þeir höfðu fest bílinn í gærkvöldi og tókst ekki að ná honum upp.

Sjá næstu 50 fréttir