Fleiri fréttir

Hluti barna látinn borga heim með sér

Hópur barna er látinn nota þá peninga sem hann vinnur sér inn til að kaupa mat fyrir fjölskyldu sína. Eitt til tvö prósent barna eru látin borga með sér heim. Um fimmtungur barna slasast við störf. Flest börn vinna í unglingavinnu á sumrin.

Hlýtur að teljast hrun í Lagarfljóti

„Sextíu til sjötíu prósent fækkun bleikju og urriða í Lagarfljóti hlýtur að teljast hrun,“ segir í bókun umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs.

Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi

Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa.

BHM búið að semja

Samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk nú á tíunda tímanum.

Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, kæmist í borgarstjórn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem birtist síðan hún lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla.

Hótelstjóri harmar nauðgunarmál

„Ég bið ykkur fyrir hönd hótelsins afsökunar á því að vegna uppfærslu á öryggismyndavélakerfi okkar þá hafi ekki verið um neinar myndaupptökur að ræða til að staðfesta frásögnina.“

Mjög líklega myglusveppur í Árseli

Í minnisblaði skoðunaraðila er talið að búast megi við að þar vaxi mygla og aðrar rakasæknar lífverur. Foreldrum hefur ekki verið tilkynnt um málið.

Geldingu grísa hætt með núverandi hætti

Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa.

Maya Angelou látin

Angelou var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum

Hálf níræð gleðikona ekki af baki dottin

„Ég elska kynlíf, það er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman. Bara að hugsa um kynlíf lætur mér líða vel,“ segir hin hálf níræða gleðikona, Sheila Vogel-Coupe.

Píratar sitja fyrir naktir

Sérstök mynd af frambjóðendum Pírata í Reykjavík hefur vakið athygli á samskiptavefnum Facebook í dag en þar sitja þeir fyrir naktir.

Enn þegir Sigmundur Davíð

Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda.

Fatlaðir óttast um stöðu sína

Öllum starfsmönnum Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík, 24 talsins, var tilkynnt í gær á fundi hjá Strætó bs. að þeim yrði sagt upp störfum í sumar

Gufubaðsstrætó

Ætlaði að stöðva heitavatnsgos úr brotinni leiðslu, en var með fullan vagn af fólki.

Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis

"Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.

Eftirliti með útboðum sveitarfélaga ábótavant

Ekkert eftirlit er með því hvort sveitarfélög fari að lögum og reglum um útboðsskyld verkefni. "Skipulag útboðsmála ekki nógu skýrt,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Tvöfalt fleiri hjólreiðamenn slasast illa

Slysum á hjólreiðamönnum fjölgar samfara fjölgun þeirra sem fara ferða sinna á hjóli. Talsmaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir einblínt á ökumenn bifreiða í umferðarmenningunni. Tvöfalt fleiri alvarleg slys voru í fyrra en árið áður.

Vara við hugsanlegri mengun á tjaldstæði

Séfræðingar sem gerðu úttekt á gerð tjaldstæðis á hafnarsvæðinu á Siglufirði vara við að hugsanlega sé þar metangass- og PCB-mengun vegna margvíslegrar urðunar þar í gegn um tíðina. Koma á upp tjörnum og síkjum og athvarfi fyrir fugla.

Bandaríkjaher áfram í landinu

Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst halda 9.800 bandarískum hermönnum í Afganistan, þrátt fyrir að megnið af bandaríska herliðinu verði kallað heim um áramótin.

Sjá næstu 50 fréttir