Fleiri fréttir

Gjald úr takti við ímynd ferðaþjónustunnar

„Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna,“ segir bæjarstjórn Norðurþings.

Átökin harðna í Úkraínu

Úkraínustjórn segir herlið sitt hafa fellt fjölda uppreisnarmanna í austanverðu landinu, en aðskilnaðarsinnar skutu niður tvær þyrlur stjórnarhersins. Tugir manna einnig látnir vegna bruna í kjölfar átaka í hafnarborginni Odessa við Svartahaf. Rússlands.

Uppreisnarher fer frá Homs

Sýrlandsstjórn nær þar með völdum í Homs á ný, en þar var lengi vel höfuðvígi uppreisnarinnar gegn Bashar al Assad forseta og stjórn hans.

"Get ekki lengur orða bundist"

Okkur voru allar bjargir bannaðar, segir faðir konu sem búsett var í íbúð í Iðufellinu þar sem upp kom eldur í gærkvöld. Konan hefur lengi glímt við alvarleg veikindi og faðir hennar gagnrýnir úrræðaleysi fyrir aðstandendur geðsjúkra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eldsupptök.

Ferðast um heiminn án flugvéla

Hann hefur einsett sér að snúa ekki aftur heim til Danmerkur fyrr en hann hefur heimsótt öll hin löndin í heiminum. Torbjørn Pedersen lagði upp í heimsreisu fyrir hálfu ári síðan, en hefur sett sér þá reglu að mega ekki notast við flugvélar á ferð sinni. Hann er nú staddur á Íslandi en vonast eftir að komast til Kanda á næstunni til að geta haldið ferð sinni áfram.

Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum

Staðan í flugvallarmálinu hefur aldrei verið jafnalvarleg og nú, segja formenn Hjartans í Vatnsmýrinni. Leyfi fyrir framkvæmdum í kringum völlinn geti komið til á næstu vikum og meirihlutinn í borgarstjórn vanvirði samkomulag um sáttarferli. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun neyðarflugbrautin víkja.

„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“

Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.

ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd

Tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna við það að sofna í utanríkismálanefnd. Örlög tillögunnar ráða miklu um hvernig samið verðu um lok þingstarfa.

Nóróveira á Heilbrigðisstofnun Austurlands

Deildin hefur verið einangruð og lokuð og því geta ættingjar ekki heimsótt skyldfólk sitt á deildinni þar til smithætta er liðin hjá og sótthreinsun hefur átt sér stað nema að höfðu samráði við yfirmenn hjúkrunardeildar.

Segja útii um friðarsamkomulag um Úkraínu

Margir hafa fallið í átökum úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna í borginni Sloviansk í dag. Rússar segja úti um friðarsamkomulag og hafa boðað neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Getur ekki orða bundist um úrræðaleysi geðsjúkra

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöld. Konan sem býr í íbúðinni þjáist af geðsjúkdómi, og rannsakar lögregla nú hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Faðir konunnar í opinskáu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eldar loga víða í Norður-Kóreu

Sumir þeirra munu vera á skógi vöxnu svæði. Þá virðast margir eldanna vera á ræktarsvæði og hafa líklega verið kveiktir af bændum.

Síðasti dagurinn í Kvennó

Útskriftarárgangur Kvennaskólans í Reykjavík klæddi sig upp í tilefni síðasta skóladags og stúdentsprófana sem framundan eru.

Oddviti á vergangi

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti framsóknarmanna og flugvallarvina þekkir húsnæðisvandann í Reykjavík af eigin raun. Hún þurfti að flytja yfir í annað bæjarfélag til að finna leiguíbúð.

Kýldi 12 ára dreng í andlitið

Karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot.

Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll

Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja.

Þyrla send til að hífa þyrlu

Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust spaðar þyrlunnar í jökulinn á fullri ferð, þegar þyrlan valt á hliðina.

Ætlaði að myrða fjölskyldu sína fyrst

Táningur sem hugði á fjöldamorð í skóla í Bandaríkjunum ætlaði að kveikja í húsi fjölskyldu sinnar til að draga athygli frá sprengingum í skólanum.

Sjá næstu 50 fréttir