Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2014 17:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira