Ríkisstjórnin eykur stuðning við ÖSE í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2014 17:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Öryggis- og samvinnustofnunar í Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld munu leggja sex milljón króna fjárframlag til verkefnisins auk þess sem ráðuneytið mun senda annan starfsmann til að starfa á vegum ÖSE. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu en nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunarinnar í landinu úr eitt hundrað í fimm hundruð. Ákveðið var að kosta borgaralegan sérfræðing til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðuaðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evrópu sem ákveðnar voru á utanríkisráðherrafundi bandalagsins í byrjun apríl. „Það er brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum til verkefna ÖSE og Atlantshafsbandalagsins vegna Úkraínu. Við viljum taka þátt í því að standa vörð um réttarríkið og grundvallargildi mannréttinda og málfrelsis í Evrópu. Markmið eftirlitsverkefnis ÖSE er að stuðla að því að íbúar landsins fái að ákveða framtíð sína á lýðræðislegan hátt og án íhlutunar Rússlands,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sem lagði til ríkisstjórnarinnar að stuðningur yrði aukinn. Hann segir öryggishorfur í Austur-Evrópu hafa farið versnandi í kjölfar ólöglegrar innlimunar Rússlands á Krímskaga og vegna framferðis aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Efling varna Atlantshafsbandalagsins sé því nauðsynleg og ákvörðun ríkisstjórnarinnar undirstriki samstöðu okkar með Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í Austur-Evrópu á þessum viðsjárverðu tímum. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum sem eru fimmtíu og sex talsins.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira