Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 13:35 Vísir/Valli/Pjetur Fyrrverandi gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa-fjarðaráls á Reyðarfirði, segir stjórnina reyna að klína á sig umtalsvert hærri upphæð en rétt sé að hann hafi dregið að sér. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem leystur var frá störfum þann 22. apríl, viðurkennir fjárdrátt upp á 4,5 milljónir króna. Hins vegar er hann til rannsóknar hjá lögreglu fyrir fjárdrátt upp á 7,9 milljónir króna. Því séu 3,4 milljónir króna sem stjórn Sóma reyni að bæta við brot hans. „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi. Hann bendir á að þær 3,4 milljónir króna, sem hann neitar að hafa stolið, hafi meðal annars verið notaðar til að kaupa níu spjaldtölvur fyrir skóla á svæðinu auk hátíðar- og veisluhalda fyrir starfsmenn Alcoa fyrir austan á síðasta starfsári. Því sé alrangt að hann hafi stolið peningunum. Aðspurður hvers vegna því sé haldið fram að hann hafi einnig stolið þessum 3,4 milljónum króna vísar gjaldkerinn fyrrverandi til ósættis milli sín og formanns félagsins þegar þeir sátu saman í stjórn. Tölvukaupin hafi til að mynda verið framkvæmd í óþökk formannsins þótt meirihluti hafi verið fyrir kaupunum á stjórnarfundum. Í samningi sem gjaldkerinn undirritaði þann 25. apríl afsalar hann sér Hyundai Tucson bifreið árgerð 2008, þriggja sæta leðursófa með rafmagni, rúmi, skrifborðsstól, Sony myndavél auk Apple iPhone og iPad. Umrædda hluti, að frátöldum bílnum sem verður seldur í gegnum viðurkenndan bílasala, hyggst Sómi auglýsa til sölu hjá starfsmönnum Sóma og selja hæstbjóðanda. Andvirðið renni inn á bankareikning Sóma. Bjarni Þór Haraldsson, formaður Sóma, sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið við ótta af því að spilla rannsókn málsins. Hann ítrekaði að 7,9 milljónir króna væri sú upphæð sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Tengdar fréttir Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa-fjarðaráls á Reyðarfirði, segir stjórnina reyna að klína á sig umtalsvert hærri upphæð en rétt sé að hann hafi dregið að sér. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem leystur var frá störfum þann 22. apríl, viðurkennir fjárdrátt upp á 4,5 milljónir króna. Hins vegar er hann til rannsóknar hjá lögreglu fyrir fjárdrátt upp á 7,9 milljónir króna. Því séu 3,4 milljónir króna sem stjórn Sóma reyni að bæta við brot hans. „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi. Hann bendir á að þær 3,4 milljónir króna, sem hann neitar að hafa stolið, hafi meðal annars verið notaðar til að kaupa níu spjaldtölvur fyrir skóla á svæðinu auk hátíðar- og veisluhalda fyrir starfsmenn Alcoa fyrir austan á síðasta starfsári. Því sé alrangt að hann hafi stolið peningunum. Aðspurður hvers vegna því sé haldið fram að hann hafi einnig stolið þessum 3,4 milljónum króna vísar gjaldkerinn fyrrverandi til ósættis milli sín og formanns félagsins þegar þeir sátu saman í stjórn. Tölvukaupin hafi til að mynda verið framkvæmd í óþökk formannsins þótt meirihluti hafi verið fyrir kaupunum á stjórnarfundum. Í samningi sem gjaldkerinn undirritaði þann 25. apríl afsalar hann sér Hyundai Tucson bifreið árgerð 2008, þriggja sæta leðursófa með rafmagni, rúmi, skrifborðsstól, Sony myndavél auk Apple iPhone og iPad. Umrædda hluti, að frátöldum bílnum sem verður seldur í gegnum viðurkenndan bílasala, hyggst Sómi auglýsa til sölu hjá starfsmönnum Sóma og selja hæstbjóðanda. Andvirðið renni inn á bankareikning Sóma. Bjarni Þór Haraldsson, formaður Sóma, sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið við ótta af því að spilla rannsókn málsins. Hann ítrekaði að 7,9 milljónir króna væri sú upphæð sem væri til rannsóknar hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00
Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06