Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 13:35 Vísir/Valli/Pjetur Fyrrverandi gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa-fjarðaráls á Reyðarfirði, segir stjórnina reyna að klína á sig umtalsvert hærri upphæð en rétt sé að hann hafi dregið að sér. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem leystur var frá störfum þann 22. apríl, viðurkennir fjárdrátt upp á 4,5 milljónir króna. Hins vegar er hann til rannsóknar hjá lögreglu fyrir fjárdrátt upp á 7,9 milljónir króna. Því séu 3,4 milljónir króna sem stjórn Sóma reyni að bæta við brot hans. „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi. Hann bendir á að þær 3,4 milljónir króna, sem hann neitar að hafa stolið, hafi meðal annars verið notaðar til að kaupa níu spjaldtölvur fyrir skóla á svæðinu auk hátíðar- og veisluhalda fyrir starfsmenn Alcoa fyrir austan á síðasta starfsári. Því sé alrangt að hann hafi stolið peningunum. Aðspurður hvers vegna því sé haldið fram að hann hafi einnig stolið þessum 3,4 milljónum króna vísar gjaldkerinn fyrrverandi til ósættis milli sín og formanns félagsins þegar þeir sátu saman í stjórn. Tölvukaupin hafi til að mynda verið framkvæmd í óþökk formannsins þótt meirihluti hafi verið fyrir kaupunum á stjórnarfundum. Í samningi sem gjaldkerinn undirritaði þann 25. apríl afsalar hann sér Hyundai Tucson bifreið árgerð 2008, þriggja sæta leðursófa með rafmagni, rúmi, skrifborðsstól, Sony myndavél auk Apple iPhone og iPad. Umrædda hluti, að frátöldum bílnum sem verður seldur í gegnum viðurkenndan bílasala, hyggst Sómi auglýsa til sölu hjá starfsmönnum Sóma og selja hæstbjóðanda. Andvirðið renni inn á bankareikning Sóma. Bjarni Þór Haraldsson, formaður Sóma, sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið við ótta af því að spilla rannsókn málsins. Hann ítrekaði að 7,9 milljónir króna væri sú upphæð sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Tengdar fréttir Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa-fjarðaráls á Reyðarfirði, segir stjórnina reyna að klína á sig umtalsvert hærri upphæð en rétt sé að hann hafi dregið að sér. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem leystur var frá störfum þann 22. apríl, viðurkennir fjárdrátt upp á 4,5 milljónir króna. Hins vegar er hann til rannsóknar hjá lögreglu fyrir fjárdrátt upp á 7,9 milljónir króna. Því séu 3,4 milljónir króna sem stjórn Sóma reyni að bæta við brot hans. „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi. Hann bendir á að þær 3,4 milljónir króna, sem hann neitar að hafa stolið, hafi meðal annars verið notaðar til að kaupa níu spjaldtölvur fyrir skóla á svæðinu auk hátíðar- og veisluhalda fyrir starfsmenn Alcoa fyrir austan á síðasta starfsári. Því sé alrangt að hann hafi stolið peningunum. Aðspurður hvers vegna því sé haldið fram að hann hafi einnig stolið þessum 3,4 milljónum króna vísar gjaldkerinn fyrrverandi til ósættis milli sín og formanns félagsins þegar þeir sátu saman í stjórn. Tölvukaupin hafi til að mynda verið framkvæmd í óþökk formannsins þótt meirihluti hafi verið fyrir kaupunum á stjórnarfundum. Í samningi sem gjaldkerinn undirritaði þann 25. apríl afsalar hann sér Hyundai Tucson bifreið árgerð 2008, þriggja sæta leðursófa með rafmagni, rúmi, skrifborðsstól, Sony myndavél auk Apple iPhone og iPad. Umrædda hluti, að frátöldum bílnum sem verður seldur í gegnum viðurkenndan bílasala, hyggst Sómi auglýsa til sölu hjá starfsmönnum Sóma og selja hæstbjóðanda. Andvirðið renni inn á bankareikning Sóma. Bjarni Þór Haraldsson, formaður Sóma, sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið við ótta af því að spilla rannsókn málsins. Hann ítrekaði að 7,9 milljónir króna væri sú upphæð sem væri til rannsóknar hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“ Gjaldkeri sem viðurkennt hefur að hafa dregið sér fé frá starfsmannafélaginu Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga. 30. apríl 2014 07:00
Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06