Þingmenn verð að fara að vilja þjóðarinnar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:30 Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur. ESB-málið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur.
ESB-málið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira