Pabbi rann í hálku við leikskóla og fær bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 10:20 Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða foreldri barns 2,7 milljónir króna í bætur vegna slyss við leikskóla barnsins fyrir fjórum árum. Faðirinn var á göngu með barn sitt nærri inngangi leikskólans Barnabóls á Þórshöfn í febrúar 2010 þegar hann rann til í hálku. Hlaut hann höfuðhögg og var til rannsóknar hjá augnsérfræðingum og taugalæknum næstu tvö árin sem leiddi til skaðabótakröfu á hendur leikskólastjóranum fyrir vanrækslu. Benti faðirinn á að ekki hefði verið búið að salta fyrir utan skólann en það væri á ábyrgð leikskólans fyrir hönd sveitafélagsins að gæta að öryggi fólks í námunda við leikskólann. Þá hefði margsinnis verið kvartað undan því að ekki væri saltað þegar hált væri á göngustígum við leikskólann. Leikskólastjórinn neitaði sök og taldi ósannað að umrætt atvik hefði átt sér stað. Þá væri alltaf saltað þegar hált væri sem hefði ekki verið tilfellið þennan dag. Nokkur vitni sögðu þó aðra sögu.Héraðsdómur Norðurlands eystra telur sannað að faðirinn hafi dottið og fengið höfuðhögg örskömmu áður en hann kom inn á leikskólann umræddan morgun. Þegar sérstaklega er horft til framburðar starfsmanns, sem bæði fann dót sonar stefnanda og sá hálkublettinn, þykir óhætt að leggja til grundvallar að slysið hafi orðið með þeim hætti sem stefnandi byggir á. „Barnaból er leikskóli. Leiðir af sjálfu sér að þar er að vænta talsverðrar umferðar barna og foreldra. Þá verður að ætla að athygli foreldra, sem fylgja ungu barni, sé að töluverðu leyti bundin barninu og þá að jafnaði því fremur sem þeir telja aðstæður varhugaverðari. Má ætlast til þess af stjórnendum leikskóla að þeir geri eðlilegar og nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem þurfa að fara um lóð leikskólans,“ segir í dómnum. Hálkublettur sá er faðirinn féll á var við aðalinngang leikskólans. Þeir þáverandi starfsmenn leikskólans sem báru vitni fyrir dóminum höfðu ekki farið þar um áður en faðirinn varð fyrir slysinu, heldur fóru um starfsmannainngang eins og segir í dómnum. Ekki hafi verið leitt í ljós að nokkur starfsmaður hafi kannað aðstæður við aðalinnganginn áður en slysið varð. Þeir höfðu hvorki saltað né sandað svæðið eða gert þar annað til hálkuvarnar um morguninn, áður en stefnandi datt. Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða föðurnum 2,7 milljónir króna ásamt vöxtum auk 1,5 milljóna króna í málskostnað. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða foreldri barns 2,7 milljónir króna í bætur vegna slyss við leikskóla barnsins fyrir fjórum árum. Faðirinn var á göngu með barn sitt nærri inngangi leikskólans Barnabóls á Þórshöfn í febrúar 2010 þegar hann rann til í hálku. Hlaut hann höfuðhögg og var til rannsóknar hjá augnsérfræðingum og taugalæknum næstu tvö árin sem leiddi til skaðabótakröfu á hendur leikskólastjóranum fyrir vanrækslu. Benti faðirinn á að ekki hefði verið búið að salta fyrir utan skólann en það væri á ábyrgð leikskólans fyrir hönd sveitafélagsins að gæta að öryggi fólks í námunda við leikskólann. Þá hefði margsinnis verið kvartað undan því að ekki væri saltað þegar hált væri á göngustígum við leikskólann. Leikskólastjórinn neitaði sök og taldi ósannað að umrætt atvik hefði átt sér stað. Þá væri alltaf saltað þegar hált væri sem hefði ekki verið tilfellið þennan dag. Nokkur vitni sögðu þó aðra sögu.Héraðsdómur Norðurlands eystra telur sannað að faðirinn hafi dottið og fengið höfuðhögg örskömmu áður en hann kom inn á leikskólann umræddan morgun. Þegar sérstaklega er horft til framburðar starfsmanns, sem bæði fann dót sonar stefnanda og sá hálkublettinn, þykir óhætt að leggja til grundvallar að slysið hafi orðið með þeim hætti sem stefnandi byggir á. „Barnaból er leikskóli. Leiðir af sjálfu sér að þar er að vænta talsverðrar umferðar barna og foreldra. Þá verður að ætla að athygli foreldra, sem fylgja ungu barni, sé að töluverðu leyti bundin barninu og þá að jafnaði því fremur sem þeir telja aðstæður varhugaverðari. Má ætlast til þess af stjórnendum leikskóla að þeir geri eðlilegar og nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem þurfa að fara um lóð leikskólans,“ segir í dómnum. Hálkublettur sá er faðirinn féll á var við aðalinngang leikskólans. Þeir þáverandi starfsmenn leikskólans sem báru vitni fyrir dóminum höfðu ekki farið þar um áður en faðirinn varð fyrir slysinu, heldur fóru um starfsmannainngang eins og segir í dómnum. Ekki hafi verið leitt í ljós að nokkur starfsmaður hafi kannað aðstæður við aðalinnganginn áður en slysið varð. Þeir höfðu hvorki saltað né sandað svæðið eða gert þar annað til hálkuvarnar um morguninn, áður en stefnandi datt. Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða föðurnum 2,7 milljónir króna ásamt vöxtum auk 1,5 milljóna króna í málskostnað.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira