ESB tillagan dormar í utanríkismálanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 19:12 Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Örlög evrópumálanna ráða miklu um það hvort Alþingi ljúki með ófriði eða samningum en ekkert samkomulag er komið um lok vorþings. Evrópumálin voru ekki á dagskrá utanríkismálanefndar í morgun en aðeins tvær vikur eru eftir af þingstörfum. Það var fremur rólegt yfir þingstörfum í dag og alla jafna örfáir þingmenn í þingsal. Hvort það er lognið á undan storminum eins og oft er fyrir þinglok skal ósagt látið en formenn stjórnmálaflokkanna funduðu með forseta Alþingis síðdegis til að reyna að ná samkomulagi um þinglok. Stærsti ásteitingarsteinninn milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála fyrir lok yfirstandandi þings er um hvernig evrópumálin verða afgreidd, en þrjár tillögur þar af lútandi eru nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd. Ekkert samkomulag náðist á fundi formanna með forseta í dag, en þingmenn hafa tekið tíma til að ræða frumvarp um breytingar á sýslumannsembættum í dag. Næsta mál á dagskrá var síðan frumvarp fjármálaráðherra um lækkun gjalda ýmis konar í tengslum við gerð kjarasamninga, sem ekki komst til umræðu.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi í utanríkismálanefnd segir evrópumálin ekki hafa verið rædd í nefndinni í morgun. „Ekki að öðru leyti en því að ég spurðist fyrir um það í morgun hvort það væri von á því að tekin yrði um það umræða í nefndinni. Það liggur ekki ljóst fyrir og satt að segja sýnist mér að stjórnarliðum sé annara um öll önnur mál heldur en það mál. Það er greinilega ekki talið mjög brýnt að taka það fyrir í nefndinni,“ segir Össur. Öruggt þykir að tillaga utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna fari ekki óbreytt út úr nefndinni og þá helst búist við að samkomulag náist um útfærslu á tillögu Vinstri grænna sem felur í sér áframhaldandi hlé á viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins. En ef tillaga ráðherra sofnar í nefnd þyrfti að leggja málið aftur fyrir á haustþingi. „En mér sýnist allt stefna í það eins og staðan er í dag að það sé þegjandi samkomulag millum stjórnarflokkanna að láta það svona síga út og sofna og ég get ekki sagt að ég geri stóran ágreining um það,“ segir Össur. Ef það gerist má reikna með að afgreiðsla annarra mála gangi tiltölulega hratt fyrir sig og þingstörfum ljúki með nokkuð friðsamlegum hætti.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira