Fleiri fréttir

Strákar að störfum í nótt

Björgunarsveitin Strákar var kölluð út í nótt þar sem skúr var við það að fjúka og margt annað lauslegt fauk um á Siglufirði.

Alþjóðadagur hamingjunnar

Í dag er Alþjóðadagur hamingjunnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna haldinn í annað skipti.

Kjúklingurinn frá helvíti var uppi á tímum T-Rex

Þriggja metra há risaeðla sem líktist fugli og var fiðruð að hluta hefur verið uppgötvuð af steingerfingafræðingum í Bandaríkjunum. Hluti úr nokkrum beinagrindum hefur fundist síðustu ár og nú segjast menn með vissu geta sagt að um áður-óuppgötvaða tegund sé að ræða.

Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns

Tilkynningum um heilsutjón vegna sjúkdómsmeðferðar hefur fjölgað mikið frá því ný lög tóku gildi árið 2001. Af 110 málum árið 2012 var 91 synjað eða vísað frá.

Sigmundur Davíð með 16,7% svörun en Kristján Þór 87,5%

Heilbrigðisráðherra hefur brugðist við sjö af átta beiðnum sem á kjörtímabilinu hefur verið til hans beint um sérstakar umræður á Alþingi. Fjármálaráðherra hefur brugðist við 11 af 17 beiðnum. Forsætisráðherra er gagnrýndur harðlega fyrir að bregðast seint við beiðnum.

Boðað til samningafundar í Herjólfsdeilu

Boðað hefur verið til samningafundar með undirmönnum á Herjólfi og útgerðinni í dag, en í gær krafðist bæjarráð Vestmannaeyja þess að samgönguyfirvöld og eftir atvikum Alþingi, tryggi að samgöngum við Eyjar verði sem fyrst komið í eðlilegt horf.

Mætti með öxi á barinn

Ölvaður karlmaður var handtekinn á veitngahúsi í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi og reyndist hann hafa stóra öxi innanklæða.

Leiðindaveður víða um land

Norðaustan hvassviðri er víða um land með snjókomu og skafrenningi sem veldur ófærð á vegum. Björgunarsveit var kölluð út á Siglufirði í nótt þar sem allt mögulegt var farið að fjúka, en ekki hafa borist fregnir af fólki í vandræðum í föstum bílum, enda var nánast engin umferð um Vestfirði, Norðurland og Austfirði í nótt.

Úkraínumenn draga allt herlið sitt frá Krímskaga

Stjórnvöld í Úkraínu virðast ætla að sætta sig við innlimun Krímskaga í Rússneska sambandsríkið, að minnsta kosti tímabundið og til að forðast átök, en í morgun var tilkynnt um að allt úkraínskt herlið innan landamæra Krímskaga verði flutt til Úkraínu.

Réðust inn í bækistöðvar sjóhersins

Grímuklæddir rússneskumælandi hermenn réðust inn í bækistöðvar úkraínska sjóhersins á Krímaskaga. Tugir þúsunda hermanna undir stjórn Rússa á svæðinu.

Gasmælingar aukast við Heklu

Gasmælingar hafa aukist við Heklu undanfarið eitt og hálft ár. Þær fara þannig fram að gastegundirnar sem stíga upp úr kvikunni eru mældar uppi á fjallinu.

Brak úr vélinni mögulega fundið á Indlandshafi

Ástralar telja sig mögulega hafa fundið brak á gervitunglamyndum sem gæti verið úr Boeing þotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kuala Lumpur.

Níu hundruð látnir í Katar

Talið er að framkvæmdirnar muni kosta að minnsta kosti fjögur þúsund manns lífið áður en mótið fer fram muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.

Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar

Ban Ki-moon heldur á morgun til fundar við Rússlandsforseta og þaðan til Úkraínu, í þeim tilgangi að hvetja þjóðirnar til að semja um Krímskagadeilurnar á friðsamlegan.

Engin lausn í sjónmáli

Fundi samninganefndar ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum lauk síðdegis í dag, án árangurs.

Neysla unglinga minnkar

Vel hefur gengið að minnka áfengis og vímuefnaneyslu ungmenna hér á landi undanfarin ár, segir Dagur B. Eggertsson. Svo vel að fjöldi erlendra gesta sækir nú ráðstefnu hér á landi til að fræðast um þær leiðir sem farnar hafa verið.

Meinaður aðgangur að Krímskaga

Það er augljóst að þeir rússnesku hermenn sem vakta Krímskaga voru ekki kallaðir þangað með stuttum fyrirvara. Þetta segir starfsmaður íslenska sendiráðsins í London sem er nýkominn frá Úkraínu. Hann var hluti af hópi sem hugðist kanna umsvif rússneska hersins á Krím en til þess kom ekki, þar sem þeim var meinaður aðgangur að skaganum.

Sálfræðiþjónusta gegn brotthvarfi úr framhaldsskólum

Eftir að sálfræðingur tók til starfa í Verkmenntaskólanum á Akureyri hætta færri nemendur námi vegna andlegra veikinda. Viðvera sálfræðings í skólum skilar sér því í baráttunni gegn brottfalli nemenda auk þess að hjálpa til við að minnka fordóma gegn andlegum veikindum, segir sálfræðingur.

SFR fellir kjarasamning við borgina

Á kjörskrá voru 196, 19 greiddu atkvæði eða 9,7%. Já sögðu 4 eða 21%. 14 sögðu Nei eða 74%. Eitt atkvæði var ógilt.

Dularfull kattahvörf í Mosfellsbæ

Því er haldið fram að ónefndir feðgar stundi það að stela heimilisköttum í Mosfellsbæ og skilji eftir ólarlausa í Kjósinni.

Ferðamannavagn í Kópavog í allt sumar

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Smáralindar, Kópavogsbæjar og Hópbíla Teits Jónassonar um að halda úti reglubundnum ferðum ferðamannavagns í allt sumar, ferðamönnum að kostnaðarlausu.

Sigurður Ingi gegnir stöðu forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun gegna stöðu forsætisráðherra í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og fjármálaráðherra í fjarveru Bjarna Benediktssonar.

Sjá næstu 50 fréttir