Innlent

Mætti með öxi á barinn

Ölvaður karlmaður var handtekinn á veitngahúsi í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi og reyndist hann hafa stóra öxi innanklæða.

Skömmu áður hafði verið tilkynnt um mann, einnig vopnaðan öxi, í marvöruverslun  þar í grennd og er þetta að öllum líkindum sami maðurinn.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort hann ógnaði einhverjum með öxinni, en hann sefur nú úr sér ölvímuna í fangageymslu uns hann verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×