Innlent

SFR fellir kjarasamning við borgina

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton
Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa fellt nýgerðan kjarasamning félagsins við Reykjavíkurborg. Samningurinn var undiritaður á þriðjudag í síðustu viku en atkvæaðgreiðslu lauk í dag.

Af 196 félögum tóku einungis 19 þátt í atkvæðagreiðslunni. Fjórtán þeirra sögðu nei, fjórir sögðu já. Eitt atkvæði var ógilt.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er því sú að samningurinn hefur verið felldur með miklum meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×