Innlent

Boðað til samningafundar í Herjólfsdeilu

Gissur Sigurðsson skrifar
Boðað hefur verið til samningafundar með undirmönnum á Herjólfi og útgerðinni í dag, en í gær krafðist bæjarráð Vestmannaeyja þess að samgönguyfirvöld og eftir atvikum Alþingi, tryggi að samgöngum við Eyjar verði sem fyrst komið í eðlilegt horf.

Málið kom til umræðu á Alþingi í gær, en dæmi eru um að Alþingi hafi skorist í leikinn með lagasetningu í vinnudeilu á Herjólfi. Það var árið 1993, þegar kjaradeila var komin alveg í hnút.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×