Innlent

Sigurður Ingi gegnir stöðu forsætis- og fjármálaráðherra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. vísir/gva
Sigurður Ingi Jóhannsson,  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun gegna stöðu forsætisráðherra í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og fjármálaráðherra í fjarveru Bjarna Benediktssonar.

Sigurður Ingi er því sem slíkur einn af þremur handhöfum forsetavalds í fjarveru þeirra. Forsætisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú rétt í þessu.

Sigmundur Davíð hefur verið erlendis í einkaerindum síðan á föstudag. Ástæða fjarveru Bjarna Benediktssonar er ókunn.

Leiðrétt: Fyrr í dag var sagt að forsætisráðherra hefði verið of seinn að tilkynna formlega um utanlandsferð sína með auglýsingu í Stjórnartíðindum í gær. Hið rétta er að það þarf hann aðeins að gera þegar forseti Íslands er ekki á landinu.

Ólafur Ragnar Grímsson hélt utan í gær sem varð til þess að forsætisráðuneytið tilkynnti formlega um fjarveru Sigmundar Davíðs í Stjórnartíðindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×