Toyota greiðir 135 milljarða í dómssátt Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 15:47 Toyota afturkallaði 10 milljónir bíla vegna þessa galla árin 2009 og 2010. Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent
Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent