100.000 BMW rafmagnsbílar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2014 09:25 Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Þýski bílaframleiðandinn BMW er nýbyrjaður að smíða rafmagnsbíla og er nú að hefja sölu á tveimur gerðum, BMW i3 og BMW i8. Mikil eftirspurn er eftir báðum bílunum og talsverð bjartsýni ríkir hjá BMW vegna smíði rafmagnsbíla. Svo mikil er hún reyndar að fyrirtækið hyggst smíða 100.000 rafmagnsbíla árið 2020. Til að setja þetta í eitthvert samhengi þá verða framleiddir 2 milljónir BMW bíla á þessu ári, svo rafmagnsbílar gætu numið 5% af heildarframleiðslunni við enda áratugarins. Hundrað þúsund rafmagnsbílar hljómar kannski mikið en þó ekki í samanburði við áætlanir Tesla, sem ætlar að framleiða 500.000 rafgmagnsbíla árið 2020. Mikill þrýstingur er frá yfirvöldum og Evrópusambandinu til bílaframleiðenda að minnka útblástur bíla sinna og litar það mjög áætlanir þeirra. BMW segir að fyrirtækinu sé raunverulega ekki annað fært en að framleiða þetta magn svo að það geti uppfyllt þessar ströngu kröfur. Viðleitni BMW til framleiðslu lítið eða ekkert mengandi bíla hefur ekki einskorðast við framleiðslu rafmagnsbíla heldur er verið að vinna að smíði vetnisbíls í samstarfi við Mercedes-Benz og Renault-Nissan og er stefnt að því að hann fari í sölu árið 2017.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent