Fleiri fréttir

Innantómt loforð um þjóðaratkvæði

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir

Vilja erlenda ferðamenn í innanlandsflug

Aðeins tíundi hver farþegi í innanlandsflugi er erlendur ferðamaður og þar er helsta sóknarfæri innanlandsflugsins samkvæmt nýrri skýrslu. Keflavíkurflugvöllur gæti tekið við innanlandsflugi en farþegum myndi fækka um 25 til 40 prósent verði það raunin.

Nám tengt sjávarútvegi í örum vexti

Aðsókn í sjávarútvegstengt nám var 25% meiri 2013 en árið á undan. Aukinn áhugi nemenda er greinilegur á nýsköpun og fullvinnslu afurða. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnámi hefur þrefaldast frá hruni, á sama tíma og atvinnuhorfur versna.

Öfgar og ofríki segja mótmælendur

Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Ekki leitað til erlendra lögregluembætta

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á netárás á vefsíðu Vodafone í desamber í fyrra þar sem tölvuþrjótum tókst að komast yfir persónulegar upplýsingar frá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss

Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum.

Matjurtagarðar og bættar samgöngur

Ásýnd borgarinnar kemur til með að breytast töluvert á næstu árum en nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík var undirritað í gær. Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu frá árinu 2006 eða í átta ár.

Mótmæltu á Ráðhústorginu

Samstöðumótmæli voru á Ráðhústorginu á Akureyri dag. Mótmælin snéru að ákvörðun stjórnarflokkanna að draga umsókn Íslendinga inn í Evrópusambandið til baka.

Boða aftur til mótmæla

Aftur hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli og fara þau fram á morgun. Mótmælin eru gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn

Stjórnir fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu, Sjálfstæðisfélagsins Fróða, Sjálfstæðisfélagsins Kára og Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka.

Fjölmenn mótmæli á Austurvelli

Hátt í fjögur þúsund manns voru samankomin á Austurvelli í dag til að mótmæla því að stjórnvöld hafi ákveðið að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka.

Forstjóri Össurar í áfalli

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er afdrifaríka fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Þetta segir formaður Samtaka iðnaðarins og óttast að Íslandi missi aðgang að innri markaði Evrópska efnhagssvæðisins.

Reykjanesbrautin var þakin fiski

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um að kör með fiski hafi fallið á Reykjanesbraut svo úr varð mikil umferðarteppa seinnipartinn í dag.

Kveikti varðeld án heimildar

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um mikinn sinueld í umdæminu um helgina, í nágrenni við Hafnir.

„Hann hótaði að drepa mig“

Barnsmóðir manns sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um íkveikju á Selfossi í fyrradag segir hann hafa verið fyrir utan íbúð sína nóttina áður en kviknaði í. Hún segist hafa fengið nálgunarbann á hann sem ekki hafi verið virt.

Rafmagnað andrúmsloft á Austurvelli í dag - Myndband

Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða

„Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum.

„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, leggur áherslu á að þingsályktunartillaga Gunnars Braga muni ekki fara inn á borð forsetans og því sé ekki hægt að skjóta því í atkvæðagreiðslu.

Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði

"Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

Meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins vilja 36,9% aðildarfyrirtækja SA ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB en 63,1% eru því fylgjandi.

Fjarðarheiðin loksins opnuð á ný

Seyðfirðingar voru búnir að vera lokaðir inni vegna ófærðar á Fjarðarheiði frá því á miðvikudag, þegar leiðin opnaðist loks í morgun. Vöruskortur var orðinn í kaupfélaginu.

Sjá næstu 50 fréttir