„Í morgun voru komnar rúmlega 1,7 milljónir króna inn á reikning
Barnaspítalasjóðs. Hringskonur brosa hringinn og þakka fyrir sig," segir á Facebook-síðu Barnaspítala Hringsins.
Áskoranir hefa gengið á milli fólks undanfarið um að þamba hálfan lítra af bjór, taka það upp á myndband og setja það á Facebook. Einhverjir sem ekki vildu taka þátt í bjórþambinu ákváðu þess í stað að styrkja Barnaspítala Hringsins.
Sumir bjórþystir einstaklingar, sem einnig vilja styrkja Barnaspítalann, hafa brugðið á það ráð að þamba bjórinn og leggja inn pening á reikning Barnaspítala Hringsins.
Þeir sem hafa áhuga á að styðja við Barnaspítalann geta lagt inn á reikningsnúmerið 0101-26-054506, og er kennitala hans 640169-4949.
Bjórþamb hefur fært Barnaspítalanum tæplega tvær milljónir
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
