Innlent

Bjórþamb hefur fært Barnaspítalanum tæplega tvær milljónir

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bjórþambið hefur fært spítalanum tæpar tvær milljónir.
Bjórþambið hefur fært spítalanum tæpar tvær milljónir.
„Í morgun voru komnar rúmlega 1,7 milljónir króna inn á reikning  Barnaspítalasjóðs. Hringskonur brosa hringinn og þakka fyrir sig," segir á Facebook-síðu Barnaspítala Hringsins.

Áskoranir hefa gengið á milli fólks undanfarið um að þamba hálfan lítra af bjór, taka það upp á myndband og setja það á Facebook. Einhverjir sem ekki vildu taka þátt í bjórþambinu ákváðu þess í stað að styrkja Barnaspítala Hringsins. 

Sumir bjórþystir einstaklingar, sem einnig vilja styrkja Barnaspítalann, hafa brugðið á það ráð að þamba bjórinn og leggja inn pening á reikning Barnaspítala Hringsins. 

Þeir sem hafa áhuga á að styðja við Barnaspítalann geta lagt inn á reikningsnúmerið 0101-26-054506, og er kennitala hans 640169-4949.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.