Innlent

Fjórir sóttu um stöðu forstjóra Landspítalans

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson hefur starfað sem tímabundinn forstjóri Landspítalans frá því í september síðastliðnum, eftir að Björn Zoëga sagði starfi sínu lausu.
Páll Matthíasson hefur starfað sem tímabundinn forstjóri Landspítalans frá því í september síðastliðnum, eftir að Björn Zoëga sagði starfi sínu lausu. VÍSIR/GVA/VILHELM
Fjórir sóttu um stöðu forstjóra Landspítala sem auglýst var laus til umsóknar í lok janúar síðastliðinn.

Þeir eru Heimir Guðmundsson, Lýður Árnason, Sveinn Ívar Sigríksson og Páll Matthíasson sem er nú starfandi forstjóri.

Hæfni umsækjenda verður metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. apríl næstkomandi.

Umsóknarfresturinn rann út á föstudaginn var og í dag voru nöfn umsækjenda birt á heimasíðu velferðarráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×