Fleiri fréttir

Piltar í Ingólfsfjalli voru orðnir blautir og kaldir

Piltarnir þrír, sem björgunarsveitarmenn björguðu úr sjálfheldu í hlíðum Infgólfsfjalls í gærkvöldi, voru orðnir blautir og kaldir þegar björgunarsveitarmenn sigu niður til þeirra, en engum varð þó meint af.

Sumarbústaður brennur við Hafravatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist í morgun við eld í sumarbústað við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Tilkynning barst um eldinn á sjöunda tímanum og logaði glatt í bústaðnum þegar liðið kom á vettvang, en talið er að engin hafi verið í bústaðnum. Eldurinn var það mikill að ekki var hægt að senda reykkafara inn í bústaðinn. Ákveðið var fyrir stundu að láta bústaðinn brenna til kaldra kola en verja umhverfið, því hann er hvort eð er ónýtur. Staðin verður vakt á staðnum og síðan drepið í glæðum. Eldsupptök eru ókunn.

Sykurskattur dugir ekki til einn og sér

Bandarískir hagfræðingar telja að hækkun á sykurskatti geti spornað við offitu. Steinar B. Aðalbjörnsson telur að meira þurfi til hér á landi.

Samningarnir mikill áfangi í sjálfum sér

"Það eitt að ná samningum tel ég vera mikinn áfanga og gera öllum fært að leysa sjúklinga og lækna úr þeirri óreiðu sem samningsleysið skapaði,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Nær milljarður reykir daglega

Fjöldi reykingarmanna hefur aukist á undanförnum áratugum þó hlutfallið dragist saman. Ástæðan er gríðarleg fólksfjölgun í heiminum.

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.

Ákváðu að skella í gang söfnun

Tveir félagar, þeir Árni Geir Bergsson og Heimir Arnfinnsson, hafa sett af stað söfnun fyrir mæðgurnar sem lentu í bruna á heimili sínu í Írabakka í Breiðholti í byrjun desember, en þær misstu allt sitt.

Hestar á hlaupabretti með bleiu

Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa.

Ástæður lömunar ókunnar

Brandur Karlsson notar munninn til að mála, en hann er lamaður fyrir neðan háls af ókunnum orsökum. Brandur hlaut í dag styrk til að halda listsköpun sinni áfram.

Bjargaði lífi vinkonu sinnar. "Þau voru mjög heppin"

"Ég get ekki hugsað mér, hvernig þetta hefði getað endað. Ég hef ekki leyft mér að hugsa það,“ segir æskuvinkona og nágranni fólksins sem bjargað var úr brennandi íbúð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri segir þau afar heppin að ekki fór verr.

Tvær bandarískar konur dæmdar vegna hryðjuverka

Konurnar eru báðar hvítar og ljóshærðar og var það von samstarfsmanna þeirra í hryðjuverkahópnum að vestrænt útlit þeirra auk bandarískra vegabréfa myndi auðvelda þeim að fremja hryðjuverk.

Slysum stúta hefur fækkað frá 2008

Alls voru 142 ökumenn handteknir í desember grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur, samanborið við 114 ökumenn í desember 2012.

Viðtal: Takast á við bróðurmissinn

Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn.

Elti fórnarlambið upp á bráðamóttöku

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Monte Carlo á laugardaginn.

Mátti ekki tæpara standa í bruna í Keflavík

Nágranni manns og konu sem var bjargað á síðsutu stundu úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, segir að tæpara hafi varla mátt standa. Parið var útskrifað af slysadeild Landspítalans að lokinni skoðun í nótt.

Hvetur fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðaðar verðhækkanir á innlendum vörum sendi neikvæð skilaboð út á vinnumarkaðinn. Fyrirtæki þurfi að sýna ábyrgð og halda aftur af hækkunum til að stuðla að sátt.

Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl

Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því á gamlársdag, samkvæmt mæli Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú. Hún mælist nú 260 einingar en meðaltalið er 150 einingar, en aukin rafleiðni gæti bent til eldsumbrota í Kötlu.

Janúar er skilnaðarmánuðurinn

Janúar er sá mánuður ársins sem flestir sækja um skilnað í Stokkhólmi, samkvæmt könnun sem sænska blaðið Dagens Nyheter hefur gert. Skilnaðarumsóknirnar eru fimm til fimmtíu prósentum fleiri í janúar en í öðrum mánuðum. Í janúar í fyrra sóttu 877 um skilnað, 682 í júní en 558 í desember.

Sakar skipstjóra Herjólfs um að vinna gegn Baldri

Skipstjóri og framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi, Pétur Ágústsson, segir að borið hafi á því oftar en einu sinni að skipstjórnarmenn Herjólfs hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum niðrandi ummæli um ferjuna Baldur.

Sjá næstu 50 fréttir