Innlent

Ástæður lömunar ókunnar

Birta Björnsdóttir skrifar

Það er rúmt ár síðan Brandur Karlsson tók sér fyrst pensil í munn og hóf að æfa sig að mála á striga. Í dag hlaut hann styrk úr minningarsjóði Ólafar Pétursdóttur, til hvatningar á áframhaldandi listsköpun sinni. En Brandur hefur ekki alltaf verið listhneigður en fyrir um áratug tók óvænta stefnu.
„Ég var að vinna sem landvörður þegar ég fór að finna fyrir doða í öðrum fætinum. Ég hélt kannski að þetta væri vegna þess að ég væri ekki í nógu góðu formi. Þetta versnaði stöðugt og á fjórum árum fór frá því að vera fullfrískur yfir í að vera næstum alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur.

Þrátt fyrir áralangar rannsóknir hefur enn ekki fengið staðfest hvað það nákvæmlega er sem hrjáir Brand.

„Það hefur bæði kosti og galla. Það er betra að vita ekki hvað þetta er, frekar en að vita að maður þjáist af einhverju rosalegu. Þá getur maður bundið vonir við að þetta sé eitthvað sem mögulega gæti lagast með tímanum,“ segir Brandur. Hann hefur fundið fyrir framförum þegar hann kemst í reglulega endurhæfingu. Því miður er hún ekki nógu oft í boði fyrir hann. Það er meðal annars vegna þess að Brandur þjáist ekki af skilgreindum sjúkdómi og tilheyrir þar af leiðandi ekki neinum stuðningssamtökum.

Brandur er sem fyrr segir liðtækur málari og hlaut í dag styrk til hvatningar á áframhaldi á sömu braut. Listasjóður Ólafar Pétursdóttur var stofnaður árið 2008, og er honum ætlað að veita hreyfihömluðum einstaklingum styrk til að stunda listsköpun sína.

„Það er eitthvað við þetta,“ segir Brandur, sem hyggst halda ótrauður áfram á sömu braut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.